130 starfsmenn teknir af launaskrá Vísis

Fjöldi starfsmanna Vísis var tilkynnt um að þeir yrðu teknir …
Fjöldi starfsmanna Vísis var tilkynnt um að þeir yrðu teknir af launaskrá þar sem ekki lítur út fyrir að hægt verði að koma starfsemi fyrirtækisins í gang að fullu vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag fengu 130 af starfsfólki Vísis ehf. í Grindavík bréf þar sem þeim er tilkynnt að þau falli af launaskrá og þeim bent á að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Ekki er þó um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir eru 60 sem haldast starfandi við verkefni sem í gangi eru, meðal annars saltfiskvinnslu í Helguvík.

Frá þessu er greint á vef útgerðarinnar.

Þar er bent á að verklagsreglur almannavarna hamla því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Auk þess sem afstaða Náttúruhamfaratrygginga til þess hvað telst beint tjón af völdum náttúruhamfaranna er ekki ljós, sem sagt er koma í veg fyrir fleiri tilraunir með rekstur í Grindavík.

„Við höfum átt í ítarlegum samskiptum við yfirvöld vegna þessa, án árangurs,“ segir í bréfinu sem er undirritað af Pétri H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis.

Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis ehf. í Grindavík.
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis ehf. í Grindavík. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Ástandið vari fram á sumar

Vísir hefur tekist að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar eru færri en annars væri og verkefnin hafa breyst, jafnframt hafa almannavarnir gefið út að núverandi ástand geti staðið fram á sumar 2024 og telja stjórnendur félagsins að ekki hafi verið annar kostur í stöðunni en að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi.

„Ráðningasambandi starfsfólksins við Vísi ehf. rofnar ekki við þennan gjörning og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík getur starfsfólk hafið störf að óbreyttu. Hvenær af því verður vitum við þó ekki á þessari stundu. Við munum eins og aðrir fylgjast grannt með framvindunni á hættumati og jarðhræringum. Unnið verður að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum þessa óvissutíma og við munum áfram þrýsta á yfirvöld að gera okkur kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis,“ segir að lokum í bréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.24 464,57 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.24 534,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.24 221,29 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.24 203,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.24 190,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.24 208,50 kr/kg
Gullkarfi 4.3.24 227,73 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 4.3.24 247,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.24 Seigur Iii Rauðmaganet
Þorskur 61 kg
Rauðmagi 25 kg
Grásleppa 14 kg
Steinbítur 4 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 107 kg
4.3.24 Drangey SK 2 Botnvarpa
Þorskur 99.317 kg
Karfi 19.436 kg
Ýsa 12.495 kg
Ufsi 10.627 kg
Langa 2.733 kg
Hlýri 691 kg
Grálúða 405 kg
Blálanga 231 kg
Steinbítur 146 kg
Keila 76 kg
Grásleppa 65 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 146.233 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.24 464,57 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.24 534,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.24 221,29 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.24 203,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.24 190,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.24 208,50 kr/kg
Gullkarfi 4.3.24 227,73 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 4.3.24 247,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.24 Seigur Iii Rauðmaganet
Þorskur 61 kg
Rauðmagi 25 kg
Grásleppa 14 kg
Steinbítur 4 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 107 kg
4.3.24 Drangey SK 2 Botnvarpa
Þorskur 99.317 kg
Karfi 19.436 kg
Ýsa 12.495 kg
Ufsi 10.627 kg
Langa 2.733 kg
Hlýri 691 kg
Grálúða 405 kg
Blálanga 231 kg
Steinbítur 146 kg
Keila 76 kg
Grásleppa 65 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 146.233 kg

Skoða allar landanir »