„Gott dæmi um fáránleikann“

Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi, segir íbúa og fyrirtæki …
Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi, segir íbúa og fyrirtæki í Grindavík þurfa að beygja sig undir fáránlegar reglur. mbl.is/Eyþór Árnason

Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi, segir íbúa og fyrirtæki yfirmáta ósátt við það hvernig aðgengi að Grindavík er heft. Fáránlegar reglur gildi á stundum sem hefti t.a.m. verðmætabjörgun. Hann segir framtíð fyrirtækisins í bænum ótrygga og óttast að uppbygging muni hefjast á öðrum stað. Menn bakki ekki svo auðveldlega út úr því þegar hún er hafin. 

Jón Steinar var við verðmætabjörgun Vísismanna í Grindavík í dag. Verið var að ferja saltfisk þegar blaðamann bara að garði.

Jón Steinar segir saltfiskinn sendan til Helguvíkur til afsöltunar áður en hann fer til Cuxhaven í Þýskalandi til pökkunar. Í Helguvík er búið að koma upp einni flakningsvél. „Við eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður fyrir páskavertíðina,“ segir Jón Steinar.

Að sögn hans voru tveir lyftaramenn að störfum og vörubílstjórar til að ferja fiskinn. Eins og fram kom í gær hafa 130 manns verið teknir af launaskrá hjá fyrirtækinu.

Fólk yfirmáta ósátt 

Fyrirtækinu er mikið í mun að reyna að bjarga fiski úr vöruhúsinu. Síðustu vikur hefur fyrirtækið fengið einn dag til að bjarga fiski úr vöruhúsi. Jón Steinar telur slíkt allt of lítið og ekki sé tekið nægjanlegt tillit fyrirtækja og íbúa í aðgerðum yfirvalda í Grindavík.

Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi að störfum.
Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi að störfum. mbl.is/Eyþór Árnason

„Fólk er yfirmáta ósátt við þetta fyrirkomulag. Ég bý t.d. í vestari hlutanum í bænum sem er svo til óskemmdur,“ segir Jón Steinar.

Sem dæmi um þær stífu reglur sem gilda segir hann að Vísir hafi um daginn fengið leyfi fyrir 10 manns til að fara inn á svæðið til að ferja fisk úr vöruhúsi. Fyrirtækið valdi átta til að starfa inni á svæðinu. Svo var hugmyndin að tveir bílar frá flutningafyrirtæki færu inn í einu til að til að flytja fiskikör. Flutningafyrirtækið var með nóg af bílum tiltæka við lokunarpóst þó einungis tveir hafi fengið að fara inn í einu. 

„Þá fengum við allt í einu að heyra það að þetta þyrftu að vera sömu bílstjórarnir. Til að bregðast við því fóru þessir tveir að lokunarpóstinum og fylltu hina bílana þar. En þá fundu þeir það út að þeim fyndist þetta á gráu svæði. Þetta er gott dæmi um fáránleikann,“ segir Jón Steinar um fyrirkomulagið.

Lokunarpóstur viðbragðsaðila í Grindavík.
Lokunarpóstur viðbragðsaðila í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bakkar ekki svo auðveldlega út

Jón Steinar segir aðspurður að framtíð Vísis og Síldarvinnslunnar sé góð. Um sé að ræða öflugt fyrirtæki sem geti tekið slíkum skakkaföllum. Hins vegar blasi við spurningin um hvort heppilegast sé að vera með starfsemi í Grindavík. Jón, sem búið hefur í Grindavík alla tíð,  óttast framtíðina hvað það varðar. 

„Um leið og menn fara að byggja eitthvað upp annars staðar þá er framtíðin ekki björt fyrir starfsemina hérna. Ef menn leggja mikinn pening í uppbyggingu annars staðar þá bakkarðu ekki svo auðveldlega út úr því," segir Jón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.6.24 538,05 kr/kg
Þorskur, slægður 4.6.24 649,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.6.24 439,54 kr/kg
Ýsa, slægð 4.6.24 354,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.6.24 246,89 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 244,75 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 4.6.24 459,13 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.6.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 4.239 kg
Steinbítur 1.427 kg
Þorskur 365 kg
Ufsi 262 kg
Skarkoli 245 kg
Þykkvalúra 58 kg
Samtals 6.596 kg
4.6.24 Óli Stein ÍS 17 Handfæri
Þorskur 684 kg
Samtals 684 kg
4.6.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 10.744 kg
Skarkoli 439 kg
Þorskur 304 kg
Ufsi 240 kg
Þykkvalúra 45 kg
Karfi 11 kg
Samtals 11.783 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.6.24 538,05 kr/kg
Þorskur, slægður 4.6.24 649,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.6.24 439,54 kr/kg
Ýsa, slægð 4.6.24 354,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.6.24 246,89 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 244,75 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 4.6.24 459,13 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.6.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 4.239 kg
Steinbítur 1.427 kg
Þorskur 365 kg
Ufsi 262 kg
Skarkoli 245 kg
Þykkvalúra 58 kg
Samtals 6.596 kg
4.6.24 Óli Stein ÍS 17 Handfæri
Þorskur 684 kg
Samtals 684 kg
4.6.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 10.744 kg
Skarkoli 439 kg
Þorskur 304 kg
Ufsi 240 kg
Þykkvalúra 45 kg
Karfi 11 kg
Samtals 11.783 kg

Skoða allar landanir »