„Fólk heldur að þetta sé grín“

F.v.Gunnar Örn Marteinsson yfirstýrimaður, Gunnar Freyr Valgeirsson yfirvélstjóri, Óttar Már …
F.v.Gunnar Örn Marteinsson yfirstýrimaður, Gunnar Freyr Valgeirsson yfirvélstjóri, Óttar Már Einarsson annar vélstjóri, Sævar Þór Rafnsson skipherra. Ljósmynd/Aðsend

Heimsmet gæti hafa fallið á dögunum þegar áhöfnin á línubátnum Vigur SF-80 tókst að ná tæplega 43 tonnum á 18 þúsund króka í einni lögn.

„Fólk heldur þetta sé grín þegar ég segi frá þessu. Þetta er rétt tæp 43 tonn af stórþorski, bara boltar. Meðalvigtin er tæp níu kíló. Við höfum aldrei heyrt af öðru eins og tölum um að þetta hljóti að vera heimsmet,“ segir Sævar Þór Rafnsson skipstjóri og hlær.

Svo mikið af var af fiski að í flækjum voru einhver 300 til 400 kíló af fiski sem þurft að greiða úr, en gefum skipstjóranum orðið: „Metið atvikaðist þannig að við fórum til sjós frá Djúpavogi, sigldum beint í heimahagana við Hornafjörð og lögðum alla línuna, sem er um 18.000 krókar. Eftir stuttan en góðan blund byrjuðum við að draga, þegar við höfðum dregið 5 rekka af 11 voru öll kör orðin full og haldið var í land til millilöndunar með rétt tæp 20 tonn.“

Draumaskútan Vigur SF.
Draumaskútan Vigur SF. Ljósmynd/Aðsend

„Haldið var aftur til hafs stuttu eftir löndun til að draga það sem eftir var. Seinni helmingurinn var ekki sami gullstígur og sá fyrri því gígantísku magni af fiski fylgdi viðlíka magn af flækjum. Þetta hafðist þó með tár á hvarmi og rúm 23 og hálft tonn í dallinum,“ útskýrir Sævar.

Heildarafli á þessari lögn reyndist 42.893 kíló og er óhætt að segja að áhöfnin sé ánægð með aflabrögðin en fjórir eru í áhöfn Vigurs og eru það auk Sævars yfirstýrimaðurinn Gunnar Örn Marteinsson, yfirvélstjórinn Gunnar Freyr Valgeirsson og annar vélstjóri Óttar Már Einarsson.

Fyrir blaðamanni er fleyinu lýst sem „draumaskútunni Vigur SF 80, sem er um 15 metra að lengd, um 30 brúttótonn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »