Færeyingar með Íslandsmet

Áhöfn Christian í Grótinum var færð kaka í tilefni af …
Áhöfn Christian í Grótinum var færð kaka í tilefni af árangrinum góða. Ljósmynd/Eskja

Íslandsmet er sagt hafa verið slegið á Eskifirði á sunnudag þegar færeyska uppsjávarskipið Christian í Grótinum landaði á sunnudaginn 3.653 tonnum af kolmunna úr einni veiðiferð. Er þetta talið stærsti farmur sem fiskiskip hefur landað í íslenskri höfn og jafnframt sá stærsti sem Christian í Grótinum hefur komið með í einni veiðiferð.

Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Eskju að aflinn hafi verið við vigtun nákvæmlega 3.652.803 kíló og fyllti hann alla hráefnistanka Eskju af kolmunna.

Færði Eskja í tilefni þessa merka áfanga áhöfn skipsins myndarlega köku.

Fram kemur að löndunin hafi gengið vel en það tók innan við sólarhring að landa aflanum, segir í færslunni. 

Christian í Grótinum landaði 3.653 tonnum af kolmuna og er …
Christian í Grótinum landaði 3.653 tonnum af kolmuna og er það líklegast Íslandsmet í löndun úr einni veiðiferð. Ljósmynd/Gungör

Skipið, Christian í Grótinum er eitt það allra stærsta og fullkomnasta uppsjávarskip sem til er og var byggt 2022 í Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku og er 83,5 metrar að lengd og 17 metrar á breidd.

Að þessum risafarmi Christians meðtöldum hefur Eskja tekið á móti 28 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum. Þar af er helmingur hráefnisins keyptur af færeyskum og norskum skipum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 486,27 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 630,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 370,18 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 21.000 kg
Ýsa 279 kg
Samtals 21.279 kg
12.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.308 kg
Þorskur 210 kg
Samtals 1.518 kg
12.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 574 kg
Ýsa 172 kg
Ufsi 70 kg
Þorskur 46 kg
Keila 15 kg
Langa 3 kg
Samtals 880 kg
12.4.24 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 497 kg
Ýsa 57 kg
Samtals 554 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 486,27 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 630,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 370,18 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 21.000 kg
Ýsa 279 kg
Samtals 21.279 kg
12.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.308 kg
Þorskur 210 kg
Samtals 1.518 kg
12.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 574 kg
Ýsa 172 kg
Ufsi 70 kg
Þorskur 46 kg
Keila 15 kg
Langa 3 kg
Samtals 880 kg
12.4.24 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 497 kg
Ýsa 57 kg
Samtals 554 kg

Skoða allar landanir »

Loka