Hákon verður búinn fullfjarstýrðum toghlerum

Nýr Hákon ÞH mun vera búinn toghlerum af nýjustu gerð …
Nýr Hákon ÞH mun vera búinn toghlerum af nýjustu gerð frá Thyborøn. Ljósmynd/Hampiðjan

Á dögunum var staðfest pöntun á Thyborøn fullfjarstýrðum toghlerum fyrir nýjan togara Gjögurs, Hákon ÞH-250.

Hinn nýi togari er smíðaður af danska skipasmíðafélaginu Karstensen og var Hákon sjósettur í Póllandi í október síðastliðnum en áætlað er að hann verði afhentur um mitt þetta ár.

Hlerarnir sem um ræðir eru af gerðinni 42 og eru þeir 12 fermetrar og vega 4,7 tonn. Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að „þeir eru fyrstu fullfjarstýrðu hlerarnir sem seldir eru frá Thyborøn á íslenskt skip en frá árinu 2017 hefur Thyborøn boðið upp á hlera með lúgum sem má opna og loka með glussatjakki og hægt er að breyta þegar hlerarnir koma upp aftan á skipinu.“

Hampiðjan Ísland er umboðsaðili Thyborøn á Íslandi og sá um söluna á þessu hlerapari til útgerðarfélagsins Gjögurs.

Stýrt úr brú

Í toghlerunum eru litíumrafhlöður sem og dýptarnemar og mótorstýring, ásamt tveimur botnstykkjum sem sett eru á kjöl skipsins. Búnaðurinn gerir mögulegt að stýra og breyta virkni hlerana úr brú skipsins á meðan veiðum stendur.

„Allur búnaðurinn á hlerunum, ásamt hugbúnaði í brúnni, er hannaður og framleiddur af Thyborøn fyrir utan rafhlöðuna sjálfa. Litíumrafhlaðan sem um ræðir hefur allt að 40 klukkustunda vinnutíma án þess að hlaða þurfi hana þrátt fyrir að hlerinn sé í stöðugri notkun. Um tvær klukkustundir tekur að hlaða rafhlöðuna aftur upp í 80% hleðslu og um þrjá tíma í 100% hleðslu,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að allan stýribúnað sé hægt að endurnýta þegar kemur að því að endurnýja þurfi hlerana sjálfa.

Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk.
Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk. Ljósmynd/Gjögur hf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »