Íslensku fiskiskipin lönduðu 1.375 þúsund tonnum

Bárður SH-811 kemur til hafnar á Rifi. Íslenski flotinn skilaði …
Bárður SH-811 kemur til hafnar á Rifi. Íslenski flotinn skilaði aðeins minni afla á síðasta ári en árið á undan. mbl.is/Alfons

Heildaraflamagn íslenskra skipa árið 2023 var tæp 1.375 þúsund tonn að verðmæti 197,3 milljarða króna við fyrstu sölu aflans samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands tilkynnti í dag.

Þá sést að aflamagn hafi dregist saman um 3% frá fyrra ári á meðan verðmæti aflans jókst um 1%. Vakin er athygli á að aflaverðmæti í þessu samhengi vísar til viðskipta í fyrstu sölu sem gefur ekki upplýsingar um endanlegt verðmæti sjávarafurða. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á síðasta ári er áætlað um 352 milljarðar króna.

Þorskurinn skilaði mestu

Aflaverðmæti botnfiskafla við fyrstu sölu var tæplega 126 milljarðar króna árið 2023 sem er um 7% minna en árið á undan sem er í takti við samdrátt í botnfiskafla.

Þorskurinn var verðmætastur og skilaði 81 milljarði króna sem er 5% minna en árið 2022, en samdrátturinn í verðmætum er aðeins helmingurinn af samdrættinum í afla. Var á síðasta ári landað 220 þúsund tonnum af þorski.

Þrátt fyrir að ýsuaflinn jókst um 22% og endaði í túmum 69 þúsund tonnum skilaði aflinn aðeins 18,5 milljörðum króna við fyrstu sölu á síðasta ári, sem er 10% minna en 2022. Ufsinn skilaði 26% minni aflaverðmætum á síðasta ári sem er aðeins minni samdráttur en í afla sem minnkaði um 32%.

Best virðist hafa gengið í karfanum sem þrátt fyrir 1% minni afla árið 2023 en 2022 skilaði 9% meiri aflaverðmætum við fyrstu sölu.

Aukning í kolmunna

Alls skilaði uppsjávarafli rúmlega 51 milljarði króna við fyrstu sölu á síðasta ári sem er 8% minna en árið 2022. Þá nam uppsjávaraflinn rúm 869 þúsund tonn árið 2023 sem er 9% minni afli en árið á undan.

Íslenski uppsjávarflotinn landaði 53% meira af kolmunna á síðasta ári en árið á undan, alls 292.858 tonn og fengust 11 milljarðar við fyrstu sölu sem er 64% aukning frá fyrra ári.

Mikill samdráttur varð hins vegar í landaðri síld og loðnu, en aflinn minnkaði um 40% og 28%. Tegundirnar sáu hins vegar ekki jafn mikinn samdrátt í aflaverðmti við fyrstu sölu og skilaði síld 8,8 milljörðum og loðna tæp 19 millljörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka