„Þetta eru illa ígrundaðar breytingar“

Axel Helgason segir grásleppusjómönnum mismunað í nýrri reglugerð um veiðarnar …
Axel Helgason segir grásleppusjómönnum mismunað í nýrri reglugerð um veiðarnar sem sett var aðeins viku áður en veiðar eiga að hefjast. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Grásleppuveiðin hefst á morgun, en ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur – sem gegnir starfi matvælaráðherra í fjarvist Svandísar Svavarsdóttur – um að flýta upphafsdag veiðanna um 19 daga með aðeins viku fyrirvara fer misvel í fleiri grásleppusjómenn sem telja um óvandaða stjórnsýslu að ræða.

Þegar ný reglugerð var sett um veiðarnar rétt fyrir helgi voru grásleppusjómenn mislangt komnir með undirbúning báta og búnaðar og lýsa fleiri sem 200 mílur hefur rætt við óánægju með ójafnvægi sem skapast hefur með þessari ákvörðun og skort á fyrirsjáanleika í tilhögun veiðanna.

Vert er að geta þess að fyrst var opnað um að sækja um veiðileyfi á mánudag og gilda um veiðarnar 1. til 20. mars aðrar reglur en annars gilda. Munu því þeir sem hefja veiðar síðar vera í hættu að þurfa að stunda veiðarnar við önnur skilyrði en þeir sem hófu veiðar snemma sem grásleppusjómenn telja vega að jafnræði.

Axel Helgason sem gert hefur út á grásleppu um árabil telur skyndilega breytingu á umgjörð veiðanna sýna skort á fyrirsjáanleika og þann ómöguleikan sem felst í veiðikerfinu eins og það er núna.

Ójafn leikur

Axel segir fleiri innbyggða galla í reglugerðinni sem sett var 22. febrúar um að grásleppuveiðar skyldu hefjast 1. mars í stað 20. mars. Veltir hann fyrir sér hvort höfundar hennar skilji hvernig grásleppusjólenn skipuleggji sig til veiða.

„Á meðan við erum í fyrirkomulagi sem veltir á föstum fjölda veiðidaga er á flestum veiðisvæðum keppni um lagnir í upphafi veiðitímabils. Það er þekkt hvaða svæði eru best og menn fara á upphafsdegi veiða að keppast um að ná að leggja á sínum stæðum. Með þessari aðgerð skapast gríðarlegt ójafnvægi, það eru aðilar sem eru tilbúnir og munu fara 1. mars en þeir munu hafa forskot vegna þessa stutta fyrirvara.,“ segir Axel.

Byrja fyrr og fá fleiri daga en aðrir

Grásleppuveiðum er stjórnað þannig að hverjum bát sem sækir um er úthlutað veiðileyfi bundið við ákveðinn fjölda sóknardaga, alla jafna 25 daga, en í nýju reglugerðinni fyrir veiðarnar sem hefjast á morgun er gert ráð fyrir því að hver löndun teljist sem einn dagur fram til 20. mars.

„Þetta er algjörlega nýtt og algjörlega galin nálgun,“ segir Axel og bendir á að miðað við reglugerðina borgar sig að bíða með að draga netin og sleppa því að landa sé hægt að lengja veiðitímabilið. Með því að landa aðeins annan hvern dag t.d. getur sá sem byrjar veiðar á morgun verið á veiðum í 18 daga til 20. mars og eru aðeins taldir um níu veiðidagar.

Sá sem hins vegar byrjar veiðar 20. mars þarf – að óbreyttu – að veiða samkvæmt eldra fyrirkomulagi og hefur þá 25 daga en ekki 25 landanir. Bátar sem hófu veiðar 1. mars eiga þó 16 daga eftir og hafa því fengið 34 veiðidaga.

„Almenn skynsemi segir manni að það sé ekki hægt að mismuna svona,“ segir Axel.

Grásleppubáturinn Neisti. Grásleppusjómenn eru mislangt komnir í undirbúningi veiðanna.
Grásleppubáturinn Neisti. Grásleppusjómenn eru mislangt komnir í undirbúningi veiðanna. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Gegn markmiðum um umgengni 

Axel segir þetta einnig fara þvert gegn markmiðum um bætta umgengni um auðlindina sem unnið hefur verið að í mörg ár. „Allur hvati ætti að vera til að aðilar sem hefja veiðarnar snemma á vertíðinni dragi ört og hafi til þess hvata, sem er t.d. að landa meðafla í miklum gæðum. Nú er hins vegar gerður öfugur hvati sem þarfnast skýringa.“

Í nýrri reglugerð er gert ráð fyrir að bátur megi aðeins vera með það magn neta í sjó sem hann getur dregið í einni veiðiferð. Axel vekur hins vegar athygli á því að það sjái engin fyrir hvert aflamagnið verði né hvernig netin fyllast eftir tíðarfari af þara. Einnig bendir hann á að þessi nálgun skapi ójafna stöðu sem miðast þá við burðargetu báta sem stunda þessar veiðar. 

„Þetta eru illa ígrundaðar breytingar sem vonandi verður upplýst fljótlega um hvaðan komu tillögur um,“ segir Axel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »