Rekstrarleyfi endurnýjað þrátt fyrir andstöðu

Arctic Fish hefur fengið endurnýjað rekstrarleyfi vegna sjókvíaledis í Tálknafirði …
Arctic Fish hefur fengið endurnýjað rekstrarleyfi vegna sjókvíaledis í Tálknafirði og Patreksfirði. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi Arctic Sea Farm ehf. (Arctic Fish) til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Um er að ræða leyfi fyrir 7.800 tonna hámarkslífmassa af laxi.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar 3. nóvember á síðasta ári og var frestur til að skila inn athugasemdum til 1. desember 2023. Alls bárust 15 athugasemdir þar á meðal frá Birni Hembre, forstjóra Arnarlax, sem sagði leyfistillöguna ekki í samræmi við reglugerðar um fiskeldi og benti á mikilvægi smitvarna.

Fleiri athugasemdir bárust þar sem endurnýjuninni var mótmælt.

Leyst með samstarfi

Í athugasemd sinni vísaði Björn til þess að Matvælastofnun er gert að tryggja að minnsta fjarlægð á milli fiskeldisstöðva ótengdra aðila í sjókvíaeldi samkvæmt meginviðmiði sé eigi styttri en 5 km miðað við útmörk hverrar fiskeldisstöðvar.. Hins vegar er eldissvæði Arnarlax á Eyri Patreksfirði í 1,52 km fjarlægð frá eldissvæði Arctic Fish í Kvígindisdal. Eldissvæði Arnarlax á Vatneyri Patreksfirði er í 4,43 km fjarlægð frá eldissvæði Arctic Fish í Kvígindisdal og 3,89 km fjarlægð frá eldissvæðinu í Hvannadal. Fjarlægðin á milli eldissvæðis Arnarlax í Laugardal og eldissvæðis Arctic Sea Farm í Hvanndal er 2,10 km.

„Eftir nýlegan faraldur sníkjudýra meðal annars í Patreks- og Tálknafirði mætti ætla að yfirvöld myndu draga fram mikilvægi reglunnar í stað þess að víkja frá henni á suðurfjörðum Vestfjarða. Arnarlax telur að sama fjarlægðarregla eigi að gilda um allt sjókvíaeldi á Vestfjörðum enda ástand og áhætta vegna sjúkdóma sú sama á öllum eldissvæðum á Vestfjörðum,“ sagði í athugasemdinni.

Tókst þó að finna lausn í málinu fyrr í þessum mánuði og lögðu fyrirtækin tvö fram undirritaðan samstarfssamning um sameiginleg smitvarnarsvæði og samræmdar aðgerðir þeirra til vöktunar- og viðbragðsáætlana varðandi forvarnir og viðbrögð vegna fisksjúkdóma og sníkjudýra. Samkvæmt honum munu Arctic Fish og Arnarlax starfa sem einn aðili á sjókvíeldissvæðum í Patreks- og Tálknafirði að öllu er lýtur að forvörnum gegn lús og smitsjúkdómum þar sem skemmri vegalengd er á milli félaganna en 5 km.

„Í ljósi þessa telur Matvælastofnun að heimilt sé að víkja frá megin viðmiði um 5 km. fjarlægð sem getið er um í 5. tl. 18. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi,“ segir í greinargerð Matvælastofnunar vegna endurnýjun leyfisins.

Mótmæltu endurnýjuninni

Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sendi einnig inn athugasemd. Vakti hún athygli á lýsingu Ríkisendurskoðunar á eftirliti með sjókvíaeldi sem veikburða og brotakennt. Einnig var bent á mikla lúsasýkingu í tengslum við eldi á svæðinu.

„Að mati Landverndar eru ekki forsendur til að endurnýja leyfi Arctic Sea Farm á meðan ekki hafa verið gerðar verulega úrbætur og bætt úr þeim veikleikum sem úttekt Ríkisendurskoðunar og fyrrgreind atvik í rekstri sjókvíaeldis hafa leitt í ljós,“ sagði í athugasemd samtakanna.

Elvar Örn Friðriksson sendi inn athugasemd fyrir hönd NASF á Íslandi þar sem bent var á að Matvælastofnun hafi farið fram á lögreglurannsókn á fyrirtækinu sem nú væri að biðja um endurnýjað leyfi.

„Slæleg vinnubrögð og vanræksla Arctic Sea Farm ehf. eru á skala sem ekki hefur sést áður í laxeldi í opnum sjókvíum hér á landi. Til að byrja með virkaði kynþroskahindrandi ljósastýring fyrirtækisins ekki sem skyldi, svo að stór hluti laxanna í kvíum fyrirtækisins urðu kynþroska. Samkvæmt upplýsingum frá MAST þá er ljóst að aðdraganda slysasleppingarinnar, sem átti sér stað í haust, má rekja til þess að fóðurtæki voru skilin eftir í kvíunum en ekki fjarlægð líkt og á að gera. Þessi tæki nudduðust upp við netapokana sem leiddi til þess að gat myndaðist sem eldislaxarnir sluppu út um.“

Var Arctic Fish sagt í athugasemd NASF hafa „opinberað vanhæfni sína til að starfa eftir settum lögum og reglum“. Farið var fram á að leyfi þess yrði ekki endurnýjað.

Vísa til úrbóta

Matvælastofnun „telur opinbera lögreglurannsókn ekki koma í veg fyrir endurnýjun rekstrarleyfi Arctic Sea Farm (Arctic Fish). Ákvörðun um afdrif málsins hjá lögreglu og möguleg viðurlög við meintum brotum er í höndum annars stjórnvalds en Matvælastofnunar,“ segir í greinargerð stofnunarinnar.

Varðandi aðra liði sem nefndir hafa verið gerðar athugasemdir við í tengslum við endurnýjun leyfisins vísar stofnunin meðal annars tilæ þess að gerðar hafa verið úrbætur í rekstri Arctic Fish.

„Fyrir liggur að rekstrarleyfishafi hefur látið fara fram sannprófun á atburði sem leiddi til þess að gat kom á kví sem leiddi til stroks eldislaxa. Í sannprófuninni er farið yfir orsök, verkferla og úrbætur. Ljóst er að rekstararleyfishafi hefur gert ýmsar úrbætur á búnaði og verkferlum varðandi fóðrun og neðansjávareftirlit sem Matvælastofnun telur fullnægjandi.“

Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.
Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.

Þá segir í greinargerð stofnunarinnar að hún hafi „fengið þær upplýsingar frá rekstaraðila að stöðvarstjóri hafi um tíma dvalist erlendis en svo sé ekki í dag og að það hafi ekki haft áhrif á starfsemi leyfishafa. Á þeim tíma sem stöðvarstjóri er ekki á staðnum eru í hans stað fengnir staðgenglar sem sinna þeim störfum sem krefjast viðveru og viðbragða. Matvælastofnun hefur ekki ástæðu til þess að draga í efa að svo sé.“

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »