Rekstrarleyfi endurnýjað þrátt fyrir andstöðu

Arctic Fish hefur fengið endurnýjað rekstrarleyfi vegna sjókvíaledis í Tálknafirði …
Arctic Fish hefur fengið endurnýjað rekstrarleyfi vegna sjókvíaledis í Tálknafirði og Patreksfirði. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi Arctic Sea Farm ehf. (Arctic Fish) til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Um er að ræða leyfi fyrir 7.800 tonna hámarkslífmassa af laxi.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar 3. nóvember á síðasta ári og var frestur til að skila inn athugasemdum til 1. desember 2023. Alls bárust 15 athugasemdir þar á meðal frá Birni Hembre, forstjóra Arnarlax, sem sagði leyfistillöguna ekki í samræmi við reglugerðar um fiskeldi og benti á mikilvægi smitvarna.

Fleiri athugasemdir bárust þar sem endurnýjuninni var mótmælt.

Leyst með samstarfi

Í athugasemd sinni vísaði Björn til þess að Matvælastofnun er gert að tryggja að minnsta fjarlægð á milli fiskeldisstöðva ótengdra aðila í sjókvíaeldi samkvæmt meginviðmiði sé eigi styttri en 5 km miðað við útmörk hverrar fiskeldisstöðvar.. Hins vegar er eldissvæði Arnarlax á Eyri Patreksfirði í 1,52 km fjarlægð frá eldissvæði Arctic Fish í Kvígindisdal. Eldissvæði Arnarlax á Vatneyri Patreksfirði er í 4,43 km fjarlægð frá eldissvæði Arctic Fish í Kvígindisdal og 3,89 km fjarlægð frá eldissvæðinu í Hvannadal. Fjarlægðin á milli eldissvæðis Arnarlax í Laugardal og eldissvæðis Arctic Sea Farm í Hvanndal er 2,10 km.

„Eftir nýlegan faraldur sníkjudýra meðal annars í Patreks- og Tálknafirði mætti ætla að yfirvöld myndu draga fram mikilvægi reglunnar í stað þess að víkja frá henni á suðurfjörðum Vestfjarða. Arnarlax telur að sama fjarlægðarregla eigi að gilda um allt sjókvíaeldi á Vestfjörðum enda ástand og áhætta vegna sjúkdóma sú sama á öllum eldissvæðum á Vestfjörðum,“ sagði í athugasemdinni.

Tókst þó að finna lausn í málinu fyrr í þessum mánuði og lögðu fyrirtækin tvö fram undirritaðan samstarfssamning um sameiginleg smitvarnarsvæði og samræmdar aðgerðir þeirra til vöktunar- og viðbragðsáætlana varðandi forvarnir og viðbrögð vegna fisksjúkdóma og sníkjudýra. Samkvæmt honum munu Arctic Fish og Arnarlax starfa sem einn aðili á sjókvíeldissvæðum í Patreks- og Tálknafirði að öllu er lýtur að forvörnum gegn lús og smitsjúkdómum þar sem skemmri vegalengd er á milli félaganna en 5 km.

„Í ljósi þessa telur Matvælastofnun að heimilt sé að víkja frá megin viðmiði um 5 km. fjarlægð sem getið er um í 5. tl. 18. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi,“ segir í greinargerð Matvælastofnunar vegna endurnýjun leyfisins.

Mótmæltu endurnýjuninni

Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sendi einnig inn athugasemd. Vakti hún athygli á lýsingu Ríkisendurskoðunar á eftirliti með sjókvíaeldi sem veikburða og brotakennt. Einnig var bent á mikla lúsasýkingu í tengslum við eldi á svæðinu.

„Að mati Landverndar eru ekki forsendur til að endurnýja leyfi Arctic Sea Farm á meðan ekki hafa verið gerðar verulega úrbætur og bætt úr þeim veikleikum sem úttekt Ríkisendurskoðunar og fyrrgreind atvik í rekstri sjókvíaeldis hafa leitt í ljós,“ sagði í athugasemd samtakanna.

Elvar Örn Friðriksson sendi inn athugasemd fyrir hönd NASF á Íslandi þar sem bent var á að Matvælastofnun hafi farið fram á lögreglurannsókn á fyrirtækinu sem nú væri að biðja um endurnýjað leyfi.

„Slæleg vinnubrögð og vanræksla Arctic Sea Farm ehf. eru á skala sem ekki hefur sést áður í laxeldi í opnum sjókvíum hér á landi. Til að byrja með virkaði kynþroskahindrandi ljósastýring fyrirtækisins ekki sem skyldi, svo að stór hluti laxanna í kvíum fyrirtækisins urðu kynþroska. Samkvæmt upplýsingum frá MAST þá er ljóst að aðdraganda slysasleppingarinnar, sem átti sér stað í haust, má rekja til þess að fóðurtæki voru skilin eftir í kvíunum en ekki fjarlægð líkt og á að gera. Þessi tæki nudduðust upp við netapokana sem leiddi til þess að gat myndaðist sem eldislaxarnir sluppu út um.“

Var Arctic Fish sagt í athugasemd NASF hafa „opinberað vanhæfni sína til að starfa eftir settum lögum og reglum“. Farið var fram á að leyfi þess yrði ekki endurnýjað.

Vísa til úrbóta

Matvælastofnun „telur opinbera lögreglurannsókn ekki koma í veg fyrir endurnýjun rekstrarleyfi Arctic Sea Farm (Arctic Fish). Ákvörðun um afdrif málsins hjá lögreglu og möguleg viðurlög við meintum brotum er í höndum annars stjórnvalds en Matvælastofnunar,“ segir í greinargerð stofnunarinnar.

Varðandi aðra liði sem nefndir hafa verið gerðar athugasemdir við í tengslum við endurnýjun leyfisins vísar stofnunin meðal annars tilæ þess að gerðar hafa verið úrbætur í rekstri Arctic Fish.

„Fyrir liggur að rekstrarleyfishafi hefur látið fara fram sannprófun á atburði sem leiddi til þess að gat kom á kví sem leiddi til stroks eldislaxa. Í sannprófuninni er farið yfir orsök, verkferla og úrbætur. Ljóst er að rekstararleyfishafi hefur gert ýmsar úrbætur á búnaði og verkferlum varðandi fóðrun og neðansjávareftirlit sem Matvælastofnun telur fullnægjandi.“

Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.
Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.

Þá segir í greinargerð stofnunarinnar að hún hafi „fengið þær upplýsingar frá rekstaraðila að stöðvarstjóri hafi um tíma dvalist erlendis en svo sé ekki í dag og að það hafi ekki haft áhrif á starfsemi leyfishafa. Á þeim tíma sem stöðvarstjóri er ekki á staðnum eru í hans stað fengnir staðgenglar sem sinna þeim störfum sem krefjast viðveru og viðbragða. Matvælastofnun hefur ekki ástæðu til þess að draga í efa að svo sé.“

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »