Innflutningsbann á rússneskar afurðir í maí

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember síðastliðnum að lokað …
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í desember síðastliðnum að lokað yrði fyrir glufur í innflutningsbanni gegn rússneskum sjávarafurðum. AFP/Mandel Ngan

Að óbreyttu verða rússneskar sjávarafurðir útilokaðar frá bandarískum markaði í maí. Bandarísk stjórnvöld bönnuðu innflutning á rússnesku sjávarfangi árið 2022 í kjölfar ólöglegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Bannið náði hins vegar ekki til sjávarafurða sem unnar voru í þriðja ríki, til að mynda Kína, að því er fram kemur í umfjöllun í blaði 200 mílna.

Hinn 22. desember 2023 undirritaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilskipun um breytingar á innflutningsbanni sem sett var á rússneskar sjávarafurðir árið 2022 sem lið í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Hinar breyttu og útvíkkuðu reglur áttu að loka glufu í gildandi innflutningsbanni sem gerir innflutningsaðilum kleift að flytja inn sjávarfang frá Rússlandi hafi það komið til Bandaríkjanna frá öðru ríki, en mikið magn sjávarafurða er sent frá Rússlandi til vinnslu meðal annars í Kína áður en afurðirnar eru seldar til kaupenda í Bandaríkjunum og víðar.

„Bandaríkin hafa verið skýr; þeir sem eru að útvega vörur eða sinna viðskiptum sem styðja efnislega við hernaðargetu Rússlands eru samsekir í hrottalegu broti Rússa á fullveldi og landhelgi Úkraínu,“ sagði Biden við tilefnið.

Útflutningur sjávarafurða er ein þeirra leiða sem Rússland notar til …
Útflutningur sjávarafurða er ein þeirra leiða sem Rússland notar til að fjármagna ólöglegt landvinningastríð sitt í Úkraínu. AFP

Breytingin felur í sér bann við sjávarfangi sem veitt var í rússneskri lögsögu og/eða veitt af rússneskum skipum. Áttu breyttar reglur að taka gildi 21. febrúar síðastliðinn, en aðeins sólarhring fyrir gildistökuna sendi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að ákveðið hefði verið að fresta gildistökunni. Er nú gert ráð fyrir að heimilt verði að flytja inn rússneskar sjávarafurðir sem unnar hafa verið í þriðja ríki til hádegis á austurströnd Bandaríkjanna þann 31. maí.

Búist er við því að skortur getur orðið á hvítfiski í Bandaríkjunum verði af banninu og að samkeppnisstaða íslensks og norsks þorks gæti eflst. Bandaríkjamenn neyta um 90 þúsund tonn af rússneskum þorski á ári hverju og ljóst er að ekki verður hægt að auka framleiðslu þorsks annar staðar vegna veiðistjórnunar, verðhækkanir kunna því að verða óumflýjanlegar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í nýjasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »