868 seiði sluppu úr eldisstöð í Öxarfirði

Seiði úr eldisstöðinni sluppu í settjörn stöðvarinnar. Seiðin voru ekki …
Seiði úr eldisstöðinni sluppu í settjörn stöðvarinnar. Seiðin voru ekki sjóhæf er þau sluppu 6. maí síðastliðinn. Ljósmynd/Samherji

Alls hafa fundist 868 seiði úr eldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði í settjörn eldisstöðvarinnar. Ekki er ljóst hve mörg seiði sluppu úr stöðinni, að því er segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Samherji fiskeldi segir í tilkynningu vegna málsins að um „óverulegt magn seiða var að ræða og er unnið að endurheimt þeirra úr settjörn í samráði við Matvælastofnun. Samhliða hefur verið unnið að orsakagreiningu og úrbótaáætlun er þegar komin í framkvæmd.“

Seiðin voru ekki sjógönguhæf en Matvælastofnun telur þau hafa geta orðið það í tjörninni og ekki sé hægt að útiloka að þau geti ratað þaðan í sjó.

Samherji fiskeldi hefur unnið að endurheimt fiska úr settjörn og nákvæmari talningu til þess að meta umfang stroksins.

Sleppivarnir ekki virkað sem skyldi

„Þann 6. maí síðastliðinn uppgötvaðist að seiði í eldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Seiðin sem um ræðir voru ekki sjógönguhæf. Samherji tilkynnti samdægurs um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila, ásamt því að efldar voru varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka,“ segir í tilkynningu Samherja.

Þar er greint frá því að við fyrstu athugun virðist kerfisbilun í nýju eldiskerfi seiðastöðvar hafa valdið því að seiði soguðust í frárennsliskassa á eldiskeri og út um frárennslisrör, yfir í millibrunn og þaðan í settjörn.

Á þremur stöðum í frárennsliskerfi seiðastöðvarinnar eru sleppivarnir og er það á hverri eldiseiningu, millibrunni og settjörn. „Sleppivarnir á frárennsliskassa og millibrunni virðast ekki hafa virkað sem skyldi en þær hafa þegar verið yfirfarnar og efldar,“ segir í tilkynningu félagsins.

„Samherji fiskeldi hefur stundað landeldi í 25 ár án slíkra óhappa. Félagið vinnur eftir ströngum verklagsreglum og gæðastöðlum og leggur ríka áherslu á að stunda landeldi á sjálfbæran og öruggan hátt. Samherji fiskeldi harmar atvikið en strax var hafist handa við að rannsaka orsakir og hefja mögulegar úrbætur til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »