Lifnar yfir smábátahöfninni á Brjánslæk

Um 17 tonnum af grásleppu hefur verið landað á Brjánslæk …
Um 17 tonnum af grásleppu hefur verið landað á Brjánslæk í maí. Ljósmynd/Vesturbyggð

Þrír bátar hafa landað á Brjánslæk það sem af er maí og nemur aflinn 24,7 tonnum, þar af rúm 17 tonn af grásleppu og 6,7 tonn af þorski, að því er má lesa í gögnum Fiskistofu. Umsvif útgerðar aukast ávallt á svæðinu á þessum árstíma.

Æsir BA-808 er eini báturinn sem hefur gert út á grásleppu frá Brjánslæk hingað til í vor og hefur fengist vænn afli, að meðaltali 1,9 tonn í löndun en mesti aflinn í löndun var 2. maí þegar Æsir kom með rúm þrjú tonn af grásleppu.

Fram kemur á vef Vesturbyggðar að gert sé ráð fyrir að grásleppuveiðin færist í aukanna þegar líður á mánuðinn þar sem opnað verður fyrir veiði á innra svæði 20. maí.

Grásleppan er verkuð í vinnsluhúsi Sæfrosts ehf. en þangað ratar einnig grásleppa víðsvegar að. Hrognin eru söltuð og seld til Svíþjóðar á meðan Hamrafell ehf. kaupir hveljuna til frystingar. Um sjö starfa hjá Sæfrosti og er búið að salta í annað vel yfir þúsund tunnur.

Ný smábátahöfn var tekin í notkun í fyrra. Tvær strandveiðibátar …
Ný smábátahöfn var tekin í notkun í fyrra. Tvær strandveiðibátar og einn grásleppubátur hafa landað afla á Brjánslæk það sem af er maí. Ljósmynd/Vesturbyggð

Þá hafa tveir strandveiðibátar landað á Brjánslæk þeir Jón Bóndi BA-7 og Kría BA-75 og er samanlagður afli þeirra 5,3 tonn af þorski.

Fram kemur á vef Vesturbyggðar að ný smábátahöfn hafi verið tekin í notkun í fyrra. „Grjótgarðurinn fyrir hana var gerður haustið 2022 en síðastliðið sumar var steyptum landstöpli komið fyrir og flotbryggja fest við hann. Þá var einnig lagt rafmagn á bryggjuna. Hún leysir af hólmi gömlu bryggjuna sem var þeim megin sem Baldur lagði að. Sú flotbryggja var flutt á Patró. Tilkoma nýju hafnarinnar bætir mjög aðstöðu og öryggi til útgerðar því þar eru bátarnir í vari fyrir kvikunni sem myndast í sunnanáttum.“

Þá stendur til að gera umbætur á vinnuaðstöðu hafnarvarðar með nýju aðstöðuhúsi auk þess sem áform eru um nýtt sorpgerði.

Þá siglir Baldur til Brjánslæk sex daga vikunnar. og bætast lauardagar við frá fyrsta júní og frá og með 9. júní verða tvær ferðir daglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Björt SH 202 Grásleppunet
Grásleppa 1.281 kg
Samtals 1.281 kg
31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Björt SH 202 Grásleppunet
Grásleppa 1.281 kg
Samtals 1.281 kg
31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg

Skoða allar landanir »