11 sjómenn drukknuðu er togari sökk

Togarinn Lepanto sökk síðastliðinn föstudag. Níu komust lífs af en …
Togarinn Lepanto sökk síðastliðinn föstudag. Níu komust lífs af en 20 voru um borð. Ljósmynd/Sea Harvest

Leit að sjómönnum úr áhöfn togarans MFV Lepanto hefur verið hætt. Togarinn sem er 35 metra langur og 7,5 metra breiður sökk föstudaginn 17. maí síðastliðinn um 35 mílur vestur af Höfðaborg í Suður-Afríku og er enn ellefu af tuttugu áhafnarmeðlimum saknað. Talið er að þeir hafi drukknað.

Fram kemur á vef útgerðarinnar Sea Harvest að níu úr áhöfninni komust frá borði í björgunarbát og var þeim bjargað af togaranum MFV Armana sem var á svæðinu og er gerður út af sama félagi.

Um leið og neyðarkall barst frá Lepanto var sett af stað umfangsmikil leitar- og björgunaraðgerð. Í tilkynningu á vef siglingaöryggisstofnun Suður-Afríku tóku fjögur fiskiskip þátt auk flugvélar og þyrlu.

Fundu tóman björgunarbát

Báðir björgunarbátar togarans fundust en í öðrum voru þeir níu sem björguðust en enginn í hinum. Seint á laugardag fundust munir af togaranum en ekkert hefur sést til þeirra ellefu sem enn er saknað.

„Við skoðun á framvindu leitar, framkvæmd hennar og skort á vísbendingum allt frá upphafi leitar, og veðurfars ákvað stjórnstöð björgunaraðgerða (MRCC) að leitaraðgerðum skyldi hætt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Siglingaöryggisstofnun Suður-Afríku upplýsir einnig að hafin er rannsókn á tildrögum slyssins.

Heitir stuðningi við fjölskyldur

„Það er forgangsverkefni að tryggja öryggi starfsfólks okkar. Sem fyrirtæki erum við slegin yfir þessum harmleik. Við höfum verið í stöðugu sambandi við fjölskyldurnar þar sem stjórnendur og ráðgjafi heimsóttu hverja fjölskyldu hinna týndu manna. Við munum halda áfram að styðja þau, sem og björgunarmennina og fjölskyldur þeirra,“ er haft eftir Felix Ratheb, forstjóra Sea Harvest, í yfirlýsingu á vef útgerðarinnar.

„Við erum í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld, fyrst og fremst siglingaöryggisstofnunina, til að komast að orsökum slyssins eins fljótt og auðið er. Við þökkum starfsmönnum okkar og björgunarstofnunum fyrir virkar leitar- og björgunaraðgerðir síðan á föstudag,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.24 389,73 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.24 398,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.6.24 335,34 kr/kg
Ýsa, slægð 20.6.24 58,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.6.24 78,86 kr/kg
Ufsi, slægður 20.6.24 100,00 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 20.6.24 352,32 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.24 Ársæll RE 37 Handfæri
Ufsi 20 kg
Langa 6 kg
Samtals 26 kg
20.6.24 Skáley SH 300 Handfæri
Ufsi 402 kg
Karfi 16 kg
Samtals 418 kg
20.6.24 Huld SH 76 Handfæri
Ufsi 403 kg
Samtals 403 kg
20.6.24 Heppinn AK 31 Handfæri
Ufsi 515 kg
Karfi 7 kg
Samtals 522 kg
20.6.24 Mjallhvít KE 6 Handfæri
Ufsi 28 kg
Samtals 28 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.24 389,73 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.24 398,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.6.24 335,34 kr/kg
Ýsa, slægð 20.6.24 58,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.6.24 78,86 kr/kg
Ufsi, slægður 20.6.24 100,00 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 20.6.24 352,32 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.24 Ársæll RE 37 Handfæri
Ufsi 20 kg
Langa 6 kg
Samtals 26 kg
20.6.24 Skáley SH 300 Handfæri
Ufsi 402 kg
Karfi 16 kg
Samtals 418 kg
20.6.24 Huld SH 76 Handfæri
Ufsi 403 kg
Samtals 403 kg
20.6.24 Heppinn AK 31 Handfæri
Ufsi 515 kg
Karfi 7 kg
Samtals 522 kg
20.6.24 Mjallhvít KE 6 Handfæri
Ufsi 28 kg
Samtals 28 kg

Skoða allar landanir »