Hvað ef Harry Potter deyr?

Bresk bókabúðakeðja ætlar að bjóða ungum lesendum upp á áfallahjálp ef Harry Potter skyldi deyja í síðustu bókinni.

Höfundur bókanna um Harry Potter, J.K. Rowling, hefur sagt frá því að í sjöundu og síðustu bókinni muni einhverjar af aðalsöguhetjunum deyja, jafnvel Harry sjálfur.

The Daily Telegraph greindi frá því í síðustu viku, þegar komið var í ljós að síðasta bókin um Harry og félaga er væntanleg í verslanir 21. júlí, að bókabúðakeðjan Waterstone's í Bretlandi teldi koma til greina að opna hjálparlínu til að geta veitt ungum lesendum áfallahjálp ef uppáhalds persónan þeirra í bókunum deyr í þeirri síðustu.

Talsmaður Waterstone's sagði að þetta gæti orðið eitthvað svipað og þegar popphljómsveitin Take That hætti, þá hafi mörgum táningum verið mjög illa brugðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant