Skjaldbökurnar mættar á ný

Skjaldbökurnar vinsælu þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles
Skjaldbökurnar vinsælu þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles Reuters

Það voru engar aðrar en bardaga skjaldbökurnar sem fóru á toppinn hvað varðar aðsókn að kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina. Kvikmyndin TMNT (Teenage Mutant Ninja Turtles) um skjaldbökurnar fjórar sem voru vinsælar hjá börnum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar skilaði 25,4 milljónum Bandaríkjadala í kassann um helgina.

Voru það aðallega ungir foreldrar sem voru skjaldbökuaðdáendur hér á árum áður sem mættu í kvikmyndahús með börn sín um helgina til þess að sjá aftur gömlu hetjurnar sínar: Leonardo, Donatello, Raphael og Michaelangelo, og meistara þeirra Splinter.

Í öðru sæti var kvikmyndin 300 sem hefur verið vinsælasta myndin vestanhafs síðustu tvær helgar. Í þriðja sæti er kvikmyndin Shooter með leikaranum Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Var myndin frumsýnd nú um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant