Bók sem var sögð eftir Fischer boðin á eBay

Ný og aukin útgáfa á þekktri bók eftir skákmeistarann Bobby Fischer sem boðin var til sölu á uppboðsvefnum eBay í 50 eintökum nýlega, er ekki frá skákmeistaranum komin og hann kom hvergi nálægt útgáfunni, að sögn Garðars Sverrissonar og Einars S. Einarssonar, sem hafa átt í miklum samskiptum við Fischer eftir að hann flutti hingað til lands.

„Þetta er hvorki hans verk né gert með hans samþykki,“ sagði Garðar.