Jay-Z sýnir áhuga á að eignast hlut í Arsenal

Jay-Z
Jay-Z Reuters

Bandarískir tónlistarmenn virðast hafa mikinn áhuga á að eignast ensk knattspyrnulið um þessar mundir. Nú hefur tónlistarmaðurinn Jay-Z tilkynnt að hann hafi áhuga á að fjárfesta í Arsenal en fyrir á hann hlut í körfuboltaliðinu New Jersey Nets.

Segir Jay-Z að hann sé kaupsýslumaður sem alltaf leiti fjárfestingatækifæra. Hann segist ekki hafa mikið vit á knattspyrnu en tækifærin séu til staðar.

Jay-Z sem er kvæntur söngkonunni Beyoncé Knowles, hefur verið aðdánadi Arsenal í fimm ár og segir í viðtali við blað Arsenal liðsins að hann viti ekki hvort einhverjir í liðinu séu aðdáendur sínir en þeir séu velkomnir á tónleika.

Jay-Z fylgdist með leik Arsenal gegn Manchester City í september og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að talið var að hann væri aðdáandi andstæðingsins.

Nýverið var greint frá því að rapparinn P. Diddy væri að velta fyrir sér að kaupa enskt knattspyrnulið og að Crystal Palace væri efst á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant