Bauð tæpar tvær milljónir sex ára

Beyoncé ásamt dóttur sinni Blue Ivy Carter.
Beyoncé ásamt dóttur sinni Blue Ivy Carter. AFP

Blue Ivy, dóttir Beyoncé og Jay-Z, er engin venjuleg sex ára stúlka. Á laugardagskvöldið mætti hún á listaverkauppboð í Los Angeles og bauð sjálf tæpar tvær milljónir í listaverk. 

Blue Ivy mætti eins og drottning ásamt foreldrum sínum á uppboðið sem móðir Beyoncé og eiginmaður hennar stóðu fyrir til styrktar listamiðstöð sem styður við ungt fólk. 

Vanity Fair greinir frá því að Blue Ivy hafi verið með sinn eigin uppboðsspaða sem hún notaði óspart þegar akrílmálverk eftir Sidnay Poitier var boðið upp. Sú stutta rétti upp spaðann í 17 þúsund dollurum og svo aftur í 19 þúsund dollurum sem nemur um 1,9 milljón í íslenskum krónum. 

Þrátt fyrir að hafa boðið næstum því tvær milljónir í verkið fór sú sex ára ekki með verkið heim þar sem hún bauð ekki hærra en leikarinn Tyler Perry sem bauð 20 þúsund dollara. 

Blue Ivy reyndi því bara við næsta verk á uppboðinu og fékk það fyrir tíu þúsund dollara eða um eina milljón íslenskra króna. Var það listaverk eftir Samuel Levi Jones, gert úr lögfræði- og læknisfræðibókum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson