Á enn í stríði við þyngdina

Rob Kardashian á erfitt með að halda sér í kjörþyngd.
Rob Kardashian á erfitt með að halda sér í kjörþyngd. skjáskot/Instagram

Á meðan systur raunveruleikastjörnunnar Rob Kardashian mála upp fullkomna mynd af sér á samfélagsmiðlum og greina frá heilsusamlegum lífstíl sínum er bróðirinn búinn að bæta aftur á sig. 

Kardashian-bróðirinn hefur lengi barist við aukakílóin og segir heimildamaður People að jafnvel þó svo að Kardashian vilji vera heilsusamlegri geti hann það ekki. Kardashian náði að grenna sig aðeins eftir að hann skildi við barnsmóður sína, Blac Chyna, í fyrra. Skilnaðinum fylgdi hins vegar mikið drama og er hann sagður hafa gefist upp. 

Kardashian hefur þurft að ganga í gegnum forræðisdeilu auk þess sem að barnsmóðir hans heldur því fram að hann hafi beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Er matur sagður vera erfiðastur fyrir Kardashian en hann er sagður borða yfir tilfinningar sínar. 

Skilnaðurinn við Blac Chyna hefur haft mikil áhrif á Rob ...
Skilnaðurinn við Blac Chyna hefur haft mikil áhrif á Rob Kardashian. AFP
mbl.is