Hart tekið á farsímanotkun í Laugardalshöll

Kevin Hart er grjótharður á farsímareglunni.
Kevin Hart er grjótharður á farsímareglunni. AFP

Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tekið upp á því að banna farsímanotkun á sýningum sínum og er banninu fylgt eftir með strangri gæslu. Aðdáendur Harts í Bretlandi eru margir hverjir argir yfir því að hafa verið hent út af sýningum vegna farsímanotkunar. BBC greinir frá.

Á meðan sumir voru argir yfir því að hafa misst af sýningunni fyrir það eitt að senda smáskilaboð sáu aðrir spaugilegu hliðina á málinu, en víða um sýningarsvæði O2 Arena í London í gær mátti sjá glitta í „farsímalögreglu“ á vappi.

Gestir voru látnir vita af banninu fyrirfram en fæstum datt í hug að því yrði framfylgt með svo afgerandi hætti. Einum gesti var til að mynda gert að yfirgefa svæðið fyrir að senda móður sinni fimm orða smáskilaboð. Þeim sem var vísað frá sýningunni vegna farsímanotkunar býðst ekki endurgreiðsla.

Kevin Hart kemur fram fyrir fullri Laugardagshöll annað kvöld, 4. september. Mbl.is hafði samband við skipuleggjendur sýningarinnar og fékk þær upplýsingar að bannið ætti einnig við um sýningu Harts hér á landi. Öllum gestum hefur verið gert viðvart, auk þess sem ítrekanir verða hengdar upp víða á svæðinu.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.