Sheeran fær um 90% af hagnaðinum

Tónlistarmaðurinn vinsæli Ed Sheeran er á leiðinni til Íslands.
Tónlistarmaðurinn vinsæli Ed Sheeran er á leiðinni til Íslands. AFP

Það kemur í ljós eftir helgi hvort haldnir verða aukatónleikar með enska tónlistarmanninum Ed Sheeran á Laugardalsvelli á næsta ári. Þrjátíu þúsund miðar seldust upp á tónleika hans í gærmorgun og hátt í tuttugu þúsund manns sem höfðu beðið eftir miðum þurftu frá að hverfa.

Ísleifur B. Þórhallsson, hjá Senu Live, segir að ef haldnir verða aukatónleikar þurfi að ákveða það fljótt. Allir séu sammála um það með tilliti til skipulagsins fyrir tónleikaferð kappans. Eingöngu Laugardalsvöllur kemur til greina varðandi aukatónleika og dagsetningin 11. ágúst, daginn eftir tónleikana sem seldist upp á í gærmorgun.

Hundruð milljóna að standsetja völlinn

„Það verður búið að setja gríðarlegan kostnað í að setja upp völlinn. Það þarf að flytja inn sviðið og koma með gólf frá útlöndum til að vernda grasið. Hver svona liður er tugir milljóna,“ segir Ísleifur um staðsetningu á hugsanlegum aukatónleikum og bendir á að það kosti hundruð milljóna að standsetja völlinn fyrir tónleikana.

Ísleifur B. Þórhallsson.
Ísleifur B. Þórhallsson. mbl.is/Eggert

Tölfræðin öskrar á skipuleggendur

Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Tix.is þurftu jafnframt um 18 þúsund manns frá að hverfa sem höfðu beðið eftir miðum í stafrænni biðröð. Spurður hvort grundvöllur sé fyrir öðrum tónleikum á Laugardalsvelli í ljósi þeirrar tölu segir Ísleifur að allt líti út fyrir það. „Tölfræðin er svolítið að öskra á okkur,“ segir hann og nefnir að ef miðar hefðu verið til í gær hefði hugsanlega verið hægt að selja upp á aðra tónleika. „Þess vegna ýtir það mönnum út í að ræða strax það sem öllum fannst súrrealískt fyrir fram.“

Gera sér grein fyrir sögulega gildinu

Hann segir skipuleggjendur tónleikaferðar Sheeran vera mjög ánægða með miðasöluna hérlendis í gær, eins og gefur að skilja. Miðar á alla tónleikaferð hans um Evrópu næsta sumar fóru í sölu á sama tíma og voru viðbrögðin svipuð alls staðar. „Það seldist meira og minna allt upp. Þeir eru vanir því að hann selji vel en þeir gera sér grein fyrir því hvað þetta er sögulegt og hvaða hlutfall þetta er af fólksfjölda landsins. Þeir gera sér líka grein fyrir því að ef þú ert kominn með tvenna svona tónleika ertu kominn með 20% af þjóðinni,“ greinir Ísleifur frá en hann er enn jafna sig á tíðindunum frá því í gær. „Ef þetta gerist efast ég um að þetta verði endurtekið nokkurn tímann,“ bætir hann við um mögulega aukatónleika.

Umfjöllun um tónleika Sheeran í Fíladelfíu í gærkvöldi:

Meira og minna „hans tónleikar“

Spurður út í peningana sem Sheerer fær fyrir að stíga á svið á Laugardalsvelli og skemmta landsmönnum hlær Ísleifur og segir að samningar fyrir stórstjörnur eins og Sheeran séu þannig að þær fái stærstan hluta af því sem tónleikarnir skila. Trygging er greidd fyrir fram til Sheeran en annars eru þetta meira og minna „hans tónleikar“ og fær Sheeran þannig um 90% af hagnaðinum sem verður til umfram trygginguna. „Litlu „lókal“ tónleikahaldararnir eru bara með mjög litla sneið af kökunni en geta samt verið ágætir þegar allt er talið,“ útskýrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav