Gylfi og Alexandra gifta sig á næsta ári

Gylfi Þór Sigurðsson og unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, á ...
Gylfi Þór Sigurðsson og unnusta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, á EM í Frakklandi. Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson bað kærustu sinnar, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, í sumar á Bahamaeyjum. Bónorðið vakti mikla athygli og eru þau nú byrjuð að huga að brúðkaupinu. 

Gylfi er í löngu viðtali í DV í dag þar sem kemur fram að þau Alexandra ætli að gifta sig á næsta ári.

Ekki kemur fram hvar og hvenær en ekki er ólíklegt, ef um stóra veislu er að ræða, að það verði næsta sumar enda lítið um frí í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar Gunnarson leikur líka á Englandi og kvæntist hann Kristbjörgu Jónasdóttur í Hallgrímskirkju í júní í fyrra. 

View this post on Instagram

After the most perfect day in the Bahamas I said yes to my best friend ❤️💍 Can’t wait to marry you baby!!#07072018

A post shared by @ alexandrahelga on Jul 9, 2018 at 8:10am PDTmbl.is

Bloggað um fréttina