Prada tekur „blackface“ vörur úr umferð

Fígúrurnar sem Prada er nú búið að taka úr sölu.
Fígúrurnar sem Prada er nú búið að taka úr sölu. Skjáskot/Twitter

Tískuvörufyrirtækið Prada hefur nú fjarlægt fígúrur úr verslun sinni í New York sem minntu á „blackface“  þ.e. þegar einstaklingar mála andlit sitt svart. Guardian segir forsvarsmenn Prada hafa beðist afsökunar og segja aldrei hafa verið meininguna að móðga nokkurn. Prada „fordæmi kynþóttafordóma og myndefni því tengt“.

„Blackface“ er oft tengt kynþáttafordómum og fígúrurnar sem Prada var með í sölu, svo nefndar Pradamalia voru svartar að lit og með stórar rauðar varir og þóttu því minna á grínmyndir af svörtu fólki.

„Pradamalia eru fantasíu fígúrur sem tilheyra verki Prada. Þetta eru tilbúnar verur sem ekki er ætlað að hafa nein tengsl við raunveruleikann og alls ekki við „blackface“.  Prada Group ætlaði aldrei að móðga neinn og við höfum andstyggð á öllum gerðum kynþáttahaturs,“ sagði í yfirlýsingunni.

Það var mannréttindalögfræðingurinn  Chinyere Ezie sem fyrst vakti athygli á fígúrunum í færslu á Facebook og sagðist  hún vera „skjálfandi af reiði“ yfir því sem hún hefði séð.

„Sagan má ekki halda áfram að endurtaka sig,“ sagði Ezie í færslu sinni sem fékk mikla útbreiðslu á samfélagsmiðlum. „Svartir Bandaríkjamenn eiga betra skilið og við krefjumst þess.“

Prada fígúrurnar eru ekki eina „blackface“ hneykslið sem komið hefur upp í Bandaríkjunum í haust, en í október á þessu ári var einn sjónvarpsmanna NBC, Megan Kelly, hrakinn úr starfi eftir að hún virtist halda uppi vörnum fyrir „blackface“ hrekkjavökubúning.

Hún baðst  síðar afsökunar á orðum sínum og sagði „sárin enn of djúp“ varðandi sögu „blackface“ í bandarískri menningu.

Skemmst er að minnast þess að húsvíska hljómsveitin The Hefners baðst í sumar afsökunar á að klæðast „blackface“ búningum eftir töluverð umræða skapaðist um uppátækið á samfélagsmiðlum hér á landi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.