Plastflaska í lokaþætti Game of Thrones

Plastflaskan sést glögglega í atriði á 46. mínútu þáttarins, við …
Plastflaskan sést glögglega í atriði á 46. mínútu þáttarins, við fót hins bókelska Samwell Tarly. Skjáskot úr lokaþætti Game of Thrones

Aðdáendur Game of Thrones voru vart búnir að jafna sig á Starbucks-kaffibollaklúðrinu er annar óvæntur aðskotahlutur birtist í þáttaröðinni. Í lokaþættinum, sem sýndur var í gærkvöldi, sést plastflaska í einu atriðanna.

Áhorfendur hafa vakið athygli á þessu á Twitter, en plastflaskan sést glögglega í atriði á 46. mínútu þáttarins, við fót hins bókelska Samwell Tarly, sem leikinn er af John Bradley.

„Fyrst Starbucks-bolli og nú vatnsflaska. Ég vissi ekki að þau gætu farið á tímaflakk,“ skrifar einn Twitter-notandi um þetta pínlega klúður, sem sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Margir aðdáendur ósáttir

Margir aðdáendur þáttanna hafa verið ósáttir með áttundu og síðustu þáttaröðina, sem var sex þættir að lengd og þykir einhverjum bæði kaffibollaklúðrið og nú vatnsflöskuklúðrið sýna að að ekki hafi verið sérlega vel vandað til verka – en þó er það handritið sem flestir fetta fingur út í.

Yfir 1,1 milljón aðdáenda hefur sett nafn sitt við undirskriftasöfnun á netinu, þar sem þess er krafist að HBO láti endurgera lokaþáttaröðina. Þar segir að handritshöfundarnir David Beniof og D.B. Weiss hafi reynst algjörlega vanhæfir til þess að skrifa söguþráðinn eftir að framvinda þáttanna tók fram úr útgáfu bókaraðar George R.R. Martin, sem þættirnir byggjast á.

Aðdáendur söfnuðust víða saman til þess að horfa á lokaþáttinn …
Aðdáendur söfnuðust víða saman til þess að horfa á lokaþáttinn í gærkvöldi og ekki allir eru sáttir, frekar en með aðra þætti í lokaþáttaröðinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson