Leikur myndarlegasta Íslendinginn

Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í Eurovision-söngvamynd Will Ferell.
Pierce Brosnan mun fara með hlutverk í Eurovision-söngvamynd Will Ferell. Ljósmynd/Instagram

Í gær greindi mbl.is frá því að Bond-leikarinn Pierce Brosn­an færi með hlutverk Íslendings í Eurovision-söngvamyndinni sem verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Fram kemur á vef Deadline að Brosnan muni leika Íslendinginn Eric Ericksong, föður persónu Will Farrels í myndinni. 

Í grein Deadline er persónu Brosnan lýst sem „myndarlegasta manninum á Íslandi“. Brosnan er vanur að leika myndarlega karlmenn sem njóta mikillar kvenhylli. Hann hefur einnig reynslu af því að syngja og kom útlitið og söngurinn við sögu í Mamma Mia-myndunum. 

Will Farrell skrifar handritið að myndinni ásamt Andrew Steele. Sjálfur leikur Farrell Lars Erickssong og Rachel McAdams leikur Sigrit Eriksdottir. Persónur Farrells og McAdams eru íslenskt tónlistarfólk í basli. 

Íslenskir leikarar koma einnig við sögu en á vef Imdb kemur fram að Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son, Björn Hlyn­ur Har­alds­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Álfrún Gísladóttir fari með hlut­verki í mynd­inni, en fregn­ir herma að Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Hann­es Óli Ágústs­son muni einnig fara með hlut­verk í mynd­inni, sem er fram­leidd fyr­ir streym­isveit­una Net­flix.

Pierce Brosnan ásamt eiginkonu sinni Keely Shaye Smith.
Pierce Brosnan ásamt eiginkonu sinni Keely Shaye Smith. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson