Alexandra Helga safnaði 600 þúsund

Alexandra Helga Ívarsdóttir bauð meðal annars upp treyju Gylfa Þórs …
Alexandra Helga Ívarsdóttir bauð meðal annars upp treyju Gylfa Þórs Sigurðssonar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar, afhenti Ljósinu 600 þúsund krónur í gær, mánudag. Fjárhæðinni safnaði Alexandra með fatasölu en einnig bauð hún upp treyju eiginmanns síns. 

Alexandra Helga tók til í fataskápnum sínum í september og seldi flíkur af sér á Trendport en þar söfnuðust 460 þúsund krónur. Seinna tók hún upp á því að bjóða upp treyju frá Gylfa og fór treyjan á 160 þúsund. Takkaskór frá Gylfa fengu einnig að fylgja treyjunni.

Við sendum Alexöndru, Trendporti og öllum þeim sem ákváðu að leggja góðu málefni lið, okkar bestu þakkir,“ stendur á vef Ljóssins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.