Alexandra og Gylfi nema land í 409 fm lúxushúsi í Garðabæ

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fest kaup …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fest kaup á 409 fm húsi. Ljósmynd/Instagram

Barnafataverslunareigandinn Alexandra Helga Ívarsdóttir og fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafa fest kaup á 409 fm lúxushúsi í Garðabæ. Hjónin keyptu húsið af Lilju Aðalsteinsdóttur lögfræðingi og Þór Haukssyni fjárfesti. Fjallað var ítarlega um húsið þegar það fór á sölu á sínum tíma. 

Húsið er hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. 

Í stofunni eru innbyggðar hillur sem eru sérhannaðar af Guðbjörgu …
Í stofunni eru innbyggðar hillur sem eru sérhannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur og auðvitað sérsmíðaðar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Húsið er einstakt fyrir margar sakir og því ekki skrýtið að hjónin hafi fallið fyrir því. Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarktitekt hannaði húsið að innan og fá töfrar hennar hugvits að njóta sín. 

Hátt er til lofts og vítt til veggja. Stórir gluggar, innfelld lýsing, sérsmíðaðar innréttingar, glerhandrið, bíóherbergi og heimarækt er til dæmis til staðar í húsinu. Í húsinu er sérstök hjónasvíta þar sem rúmið er inni í miðju herbergi en á bak við höfuðgaflinn er búið að koma fyrir fataherbergi. 

Alexandra og Gylfi fá húsið afhent 13. nóvember en ekki er vitað nákvæmlega klukkan hvað lyklaskiptin fara fram. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með nýja húsið! 

Hjónasvítan er eins og klippt út úr húsbúnaðartímariti.
Hjónasvítan er eins og klippt út úr húsbúnaðartímariti. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stórt bíóherbergi er á neðri hæðinni.
Stórt bíóherbergi er á neðri hæðinni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál