Huffman hefur fangelsisvistina

Huffman gaf sig fram í fangelsi í Dublin í Kaliforníu …
Huffman gaf sig fram í fangelsi í Dublin í Kaliforníu í dag. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, leikaranum William H. Macy. AFP

Leikkonan Felicity Huffman hefur hafið afplánun 14 daga fangelsisvistar sem hún var dæmd til vegna háskólasvindlsmálsins svokallaða.

Huffman gaf sig fram í fangelsi í Dublin í Kaliforníu í dag, um 65 kílómetra frá San Francisco.

Leikkonan játaði að hafa fengið utanaðkomandi aðila til þess að leiðrétta svör dóttur hennar á inntökuprófi fyrir háskóla. 

Auk fangelsisvistarinnar var Huffman dæmd til 250 klukkustunda samfélagsvinnu og sektar upp á 30 þúsund bandaríkjadali.

Frétt BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.