Heiðdís Rós og Sepahifar slíta trúlofuninni

Heiðdís Rós og Sepahifar hafa slitið trúlofuninni.
Heiðdís Rós og Sepahifar hafa slitið trúlofuninni. skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir, betur þekkt sem Heiðdís Rós Celebrity MUA, og Farzad Sepahifar hafa slitið trúlofun sinni.

Heiðdís og Sepahifar hafa verið saman í um ár og trúlofuðu sig þann 14. september síðastliðinn. Hún hefur lýst honum sem draumaprinsinum sínum og sálufélaga. 

Mikil dramatík hefur einkennt sambandsslitin en í myndbandi sem Sepahifar setti inn á Instagram í gær er hann kominn með nálgunarbann gegn Heiðdísi og koma þau fyrir dómara þann 20. nóvember næstkomandi. Hann eyddi myndbandinu síðar. 

Sambandsslitin hafa vakið mikla athygli á meðal aðdáenda Heiðdísar hér á landi og margir furðað sig yfir sambandsslitunum á Twitter. Hún á dyggan aðdáendahóp hér en um 6 þúsund manns fylgjast með henni á Instagram.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.