Varð ástfanginn af kærasta dótturinnar

Tony og Barrie Hewitt-Barlow hafa verið saman í 32 ár.
Tony og Barrie Hewitt-Barlow hafa verið saman í 32 ár. Skjáskot/Instagram

Hinir bresku Tony og Barrie Drewitt-Barlow eru nú hættir saman eftir 32 ára samband þar sem Barrie varð ástfanginn af Scott, kærasta dóttur þeirra. 

Tony og Barrie voru fyrstu samkynhneiðgu karlarnir sem voru báðir löglega skráðir foreldrar barna sinna í Bretlandi. Þeir eignuðust tvíburana Saffran og Aspen með staðgöngumóður árið 1999 og hafa verið kallaðir „fyrstu samkynhneigðu pabbarnir í Bretlandi“ í breskum fjölmiðlum í gegnum árin. 

Tony, 55 ára, og Barrie, 50 ára, eru vellauðugir kaup­sýslu­menn og búa í Flórída í Bandaríkjunum. 

„Ég varð ástfanginn af Scott og hann er ástfanginn af mér. Mér líður asnalega að bera svona tilfinningar til einhvers annars en Tony sem er helmingi yngri en ég. En þegar maður veit að eitthvað er rétt, er það rétt. Við höfum ekki gert nein plön en mig langar til að giftast Scott,“ sagði Barrie í viðtali við The Sun

Scott er 25 ára og var í sambandi með dóttur þeirra Saffran, sem er 19 ára. Ótrúlegt en satt eru Saffron og Tony ekki ósátt við ráðahagin og hafa gefið sína blessun. Fjölskyldan öll býr nú öll undir sama þaki í 10 herbergja villu í Flórída. 

Barrie og Scott hafa verið í sambandi í leyni í 9 mánuði en opinberuðu samband sitt nú um helgina. Barrie segist ekki vera í miðlífskrísu. 

„Ég er ekki í miðlífskrísu, ef ég væri í henni myndi ég kaupa mér Porsche 911. Þetta er raunverulegt. En það munu ekki allir skilja þetta þar sem fyrirkomulag okkar er óhefðbundið. Mér finnst eins og ég búi í kommúnu, við búum öll saman.“

„Börnin okkar eru enn á stöðugu og góðu heimili, betra heimili en hjá mörgum fjölskyldum. En núna er pabbi kominn með nýjan vin og við erum enn stærri hamingjusöm fjölskylda fyrir vikið,“ sagði Barrie. 

Tony og Barrie eiga fimm börn, Saffron og Aspen sem verða tvítug nú í desember, Orlando 16 ára og tvíburana Dallas og Jasper sem eru 9 ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.