Tveir samkynhneigðir karlar löglegir feður ófæddra tvíbura

Þessi mynd birtist af feðrunum, Barry Drewitt og Tony Barlow, …

Þessi mynd birtist af feðrunum, Barry Drewitt og Tony Barlow, á fréttavef BBC. Á milli þeirra stendur líffræðileg móðir barnanna, Rosalind Bellamy.
mbl.is

Tveir samkynhneigðir breskir karlmenn halda upp á það í dag að hafa unnið mál fyrir bandarískum dómstólum um að þeir verði báðir skráðir löglegir feður ófæddra tvíbura sinna. Konan sem gengur með börnin, strák og stúlku, var ráðin til verksins í gegnum leigumiðlun í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún verður ekki skráð lögleg móðir þeirra.

Tony Barlow, 35 ára, og Bary Drewitt, 30 ára, eru vellauðugir kaupsýslumenn og hafa verið í samvistum í ellefu ár. Eftir að umsóknum þeirra um að ættleiða barn í Bretlandi var hafnað hafa þeir kostað um 200.000 sterlingspundum, eða tæpum 23 milljónum íslenskra króna, til að geta orðið feður. Eggi úr konu, frjóvgað með sæði annars mannanna, var komið fyrir í Roslind Bellamy, 32 ára. Fæðingin hefur verið sett í desember. Skorið hefur verið úr um hvor mannanna sé líffræðilegur faðir barnanna en Drewitt og Barlow láta ekkert uppi um það. Skoðanir á málinu eru mjög skiptar í Bretlandi. Móðir Barry, Veronica Drewitt, fullyrðir í samtali við fréttavef bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, að börnin muni ekkert skorta og segir að flestir fjölskyldumeðlimirnir munu slást í för með væntanlegrum feðrum þegar þeir fara til Bandaríkjanna eftir nokkrar vikur til að vera viðstaddir fæðingu barna sinna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert