E.T. snýr aftur til jarðar 37 árum seinna

E.T. eyðir jólunum með Elliot og fjölskyldu.
E.T. eyðir jólunum með Elliot og fjölskyldu. Skjáskot/Youtube

Geimveran E.T. sem fangað hefur hugi og hjörtu fólks síðan 1982 þegar hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu snýr aftur til jarðar í nýrri auglýsingu.

Auglýsingin er framleidd af Comcast Xfinity en leikstjóri upphaflegu kvikmyndarinnar, Steven Spielberg, kom einnig að í henni. Hún var sýnd í auglýsingahléi í útsendingunni af þakkargjörðarhátíðarskrúðgöngu Macy's í Bandaríkjunum í gær.

Þar má sjá E.T. kominn til jarðarinnar að hitta vin sinn, Elliot, sem er orðinn fullorðinn. Thomas Henry fer með hlutverk Elliot í auglýsingunni, líkt og hann gerði í upphaflegu myndinni.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.