Heard byrjuð með konu

Amber Heard.
Amber Heard. AFP

Leikkonan Amber Heard er að hitta kvikmyndagerðarkonuna Biöncu Butti. Þær stöllur sáust kyssast úti á götu í Bandaríkjunum í vikunni á meðan þær biðu eftir bíl. Þetta er ekki fyrsta konan sem Heard fellur fyrir. 

Heard var í sambandi með konu í fjögur ár áður en þær hættu saman árið 2012. Sú kona heitir Tasya van Ree og er ljósmyndari. 

Heard er frægari fyrir sambönd sín við karlmenn. Hún var gekk í hjónaband með leikaranum Johnny Depp árið 2015. Þau hættu saman aðeins 15 mánuðum síðan. Síðan þá hefur Heard sakað Depp um að beita sig ofbeldi. Eftir sambandið við Depp var Heard að hitta stofnanda Tesla, Elon Musk. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.