Secret Solstice verður að tónleikaröð

Secret Solstice
Secret Solstice mbl.is/Árni Sæberg

Secret Solstice-tónlistarhátíðin mun fara fram með breyttu sniði í ár. Í stað tónlistarhátíðar verður tónleikaröð. 

Frítt verður á tónleikana en gestum býðst að stykja UNICEF. Næstu átta helgar munu fara fram útitónleikar en markmið tónleikanna er að bæta tónlistarfólki upp tekjutapið vegna frestunar hátíðarinnar. 

„Við sem stöndum að Secret Solstice-hátíðinni ákváðum, eftir að ljóst var að reglum um samkomur var létt af skemmtistöðum, að skipuleggja tónleikaröð í garðinum fyrir aftan Dillon á Laugavegi 30. Með því langar okkur bæði til þess að bæta einhverjum af þeim íslensku tónlistarmönnum sem áttu að spila á hátíðinni upp það tekjutap sem frestun hátíðarinnar veldur í sumar ásamt því að búa til vinnu fyrir það tæknifólk sem hefði annars unnið hjá okkur í sumar,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar. 

Fyrstu tónleikarnir fara fram núna um helgina, 4. og 5. júlí. Eftir það verða tónleikar alla laugardaga og sunnudaga, ásamt einhverjum föstudögum, fram yfir Menningarnótt. 

Lokatónleikarnir verða 23. ágúst, sem er lokadagur menningarnæturhátíðarinnar. 

Hvern dag munu koma fram að minnsta kosti fjórar íslenskar hljómsveitir eða stakir tónlistarmenn. Samtals verða þetta átta helgar, 17 tónleikar og að minnsta kosti 64 stakir listamenn/hljómsveitir.

Á næstu dögum verður kynnt hverjir koma fram á tónleikaröðinni en eftirfarandi listamenn og hljómsveitir eru staðfest nú þegar:

Afro/Cuban kvartett Einars Scheving (Ari Bragi, Eyþór Gunnar og Róbert Þórhallsson), Ása, Ateria, Benni & Máni b2b, Bensol, Bjartmar Guðlaugsson, Beggi Smári, Blaffi x Örvar, Blaz Roca, Blóðmör, Captain Syrup, Carla, KrBear, Celebs, Cell 7, Daníel Hjálmtýsson ásamt hljómsveit, Diamond Thunder, Dimma, DJ Margeir, Dread Lightly, Elín Ey, Elli Grill, Fox Train Safari, Frid, Grúska Babúska, GG Blús, Högni Egils, Iris Arnis, Jói Pé og Króli, Krassasig, Kría, Krish, Krummi, Mæðraveldið, Magnús Sigmundsson, Mighty Bear, Omotrack, Orang Valante, Rívars x Karakter x Ægir, Rokky, Ruddagaddur, Rúnar Þór, Séra Bjössi, Sindri Eldon and the Ways, Sprite Zero Klan, SunCity, Svavar Knútur, TTT & SamWise, Une Misere, Valby-bræður, Vicky, Vintage Caravan, Volcanova, Warmland, We Made God, Zöe og Þórunn Antonía.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.