Í frí til þess að bjarga hjónabandinu

Kim Kardashian og Kanye West.
Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Kim Kardashian og Kanye West fóru í fjölskyldufrí til þess að bjarga hjónabandinu að því fram kemur á vef People. Hjónin lentu í Miami með einkaflugvél á sunnudaginn eftir frí í Dóminíska lýðveldinu sem gerði þeim gott. West glím­ir við geðhvörf og var yf­ir­lýs­ingaglaður um einka­líf þeirra í júlí og sagðist meðal annars hafa reynt að skilja við eiginkonu sína. 

„Þau áttu góða fjölskylduviku í Dóminíska lýðveldinu. Þau ætla að halda áfram í fjölskyldufríinu í Colorado,“ sagði heimildarmaður People. „Kim og Kanye kemur vel saman. Þau eru bæði mun hamingjusamari.“

„Þau ákváðu að ferðast saman svo þau gætu verið í friði,“ sagði heimildarmaður og bætti við að það hefði verið erfitt fyrir Kardashian að takast á við uppeldið, vinnuna og veikindi eiginmanns síns. 

„Kanye stakk upp á því að þau færu í fjölskyldufrí og Kim samþykkti. Hún vill gera allt til þess að bjarga hjónabandinu,“ sagði heimildarmaður.

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.