Í frí til þess að bjarga hjónabandinu

Kim Kardashian og Kanye West.
Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Kim Kardashian og Kanye West fóru í fjölskyldufrí til þess að bjarga hjónabandinu að því fram kemur á vef People. Hjónin lentu í Miami með einkaflugvél á sunnudaginn eftir frí í Dóminíska lýðveldinu sem gerði þeim gott. West glím­ir við geðhvörf og var yf­ir­lýs­ingaglaður um einka­líf þeirra í júlí og sagðist meðal annars hafa reynt að skilja við eiginkonu sína. 

„Þau áttu góða fjölskylduviku í Dóminíska lýðveldinu. Þau ætla að halda áfram í fjölskyldufríinu í Colorado,“ sagði heimildarmaður People. „Kim og Kanye kemur vel saman. Þau eru bæði mun hamingjusamari.“

„Þau ákváðu að ferðast saman svo þau gætu verið í friði,“ sagði heimildarmaður og bætti við að það hefði verið erfitt fyrir Kardashian að takast á við uppeldið, vinnuna og veikindi eiginmanns síns. 

„Kanye stakk upp á því að þau færu í fjölskyldufrí og Kim samþykkti. Hún vill gera allt til þess að bjarga hjónabandinu,“ sagði heimildarmaður.

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.