Britney vill ekki fá pabba sinn aftur við stjórnvölinn

Britney Spears vill áfram hafa forráðamann.
Britney Spears vill áfram hafa forráðamann. AFP

Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur óskað eftir því við dómara í Los Angeles að faðir hennar, Jamie, fái ekki að taka aftur við hlutverki forráðamanns hennar. 

Jamie hefur verið forráðamaður dóttur sinnar síðastliðin tólf ár en steig tímabundið til hliðar á síðasta ári að eigin ósk. Hann bar fyrir sig veikindi á þeim tíma. 

Í málsgögnum sem skilað var inn til dómara í Los Angeles í Kaliforníu kemur fram að Britney sé algjörlega mótfallin því að Jamie taki aftur við hlutverkinu. Þar kemur fram að tónlistarkonan sé hins vegar enn hlynnt því að hún sé með forráðamann. Hún segir það hafa bjargað sér frá hruni og frá arðráni valdamikilla manna í tónlistargeiranum.

Britney er sögð hafa óskað eftir því að umboðskona hennar, Jodi Montgomery, taki við stöðunni ótímabundið. Montgomery hefur verið forráðamaður hennar síðan í byrjun árs en hún var tímabundið skipuð forráðamaður eftir að Jamie steig til hliðar. 

Málið verður tekið fyrir hjá dómara 22. ágúst næstkomandi. 

Lögmaður Britney hefur sagt að hann geri ráð fyrir að Jamie mótmæli þessum óskum dóttur sinnar. 

Í málsgögnunum kemur einnig fram að Britney geri ekki ráð fyrir að koma opinberlega fram sem tónlistarkona á næstunni. Hennar síðustu tónleikar voru í október árið 2018. Hún hafði ráðgert að stíga á svið í Las Vegas árið 2019 en hætti við. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson