Verður bak við lás og slá um jólin

Lori Loughlin mun sitja inni yfir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum og …
Lori Loughlin mun sitja inni yfir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum og jólahátíðirnar. AFP

Leikkonan Lori Loughlin hefur fengið ósk sína um að afplána fangavist sína í fangelsinu Victorville í Kaliforníu uppfylltar. Loughlin hefur afplánun 19. nóvember næstkomandi og mun því sitja inni yfir jólahátíðirnar. 

Lögmaður Loughlin lagði fram ósk hinn 9. september um að hún fengi að afplána dóm sinn í fangelsi nálægt heimili sínu. Loughlin fékk tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir þátt sinn í háskólasvindlsmálinu svokallaða. Hún játaði fyrir dómara að hafa greitt háar fjárupphæðir til að koma dætrum sínum að í góðum háskóla. 

Hún þarf auk þess að greiða 150 þúsund bandaríkjadali í sekt og vinna 100 tíma í samfélagsvinnu. Eiginmaður hennar, Mossimo Giannulli, játaði einnig sekt sína í málinu og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Hann þarf að greiða 250 þúsund bandaríkjadali og inna af hendi 250 tíma í samfélagsvinnu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það varst þú sem hleyptir verkefninu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti myndi þér mjög svo leiðast.