Heimskviður snúa aftur

Heimskviður snúa aftur laugardaginn 23. janúar.
Heimskviður snúa aftur laugardaginn 23. janúar.

Fréttaskýringaþátturinn Heimskviður hefur göngu sína á Rás 1 á ný 23. janúar. Tilkynnt var um í lok nóvember að þátturinn hefði verið tekinn af dagskrá og fór síðasti þátturinn í loftið þann 18. desember. 

Þátturinn er samstarfsverkefni Rásar 1 og fréttastofu RÚV. Umsjónarmenn og ritstjórar þáttarins verða sem fyrr Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

„Við hlökkum mikið til að halda áfram að kafa dýpra í allt það sem er að gerast í heiminum. Af nógu er að taka. Við sáum á viðbrögðum hlustenda, á meðan þátturinn var í gangi og þegar hann var tekinn af dagskrá, að áhugi fólks á erlendum fréttum er óvíræður. Það er mjög ánægjulegt að finna hve mörg deila þeim áhuga með okkur,“ segir Birta.

„Mikilvægi erlendra frétta hefur aukist síðustu ár, ef eitthvað er. Yfirstandandi heimsfaraldur hefur meðal annars kennt okkur að okkur kemur sannarlega við hvað er að gerast utan landsteinanna. Þátturinn verður með örlítið breyttu sniði. Hann verður 30 mínútur og sem fyrr leitumst við við að gera ítarlegar og vandaðar fréttaskýringar um málefni líðandi stundar, um allt það sem gerist ekki á Íslandi,“ segir Guðmundur Björn.

Heimskviður verða hér eftir á laugardögum kl. 12.40 og verða sem fyrr aðgengilegar á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir stýra Heimskviðum.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir stýra Heimskviðum. Ljósmynd/Rúv
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.