Lögreglan kannar ásakanir á hendur Manson

Brian Warner eða Marilyn Manson á sviði fyrir tveimur árum …
Brian Warner eða Marilyn Manson á sviði fyrir tveimur árum síðan. AFP

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum er komin með ásakanir gegn tónlistarmanninum Marilyn Manson inn á sitt borð. Samkvæmt heimildum TMZ mun lögreglan taka skýrslu af meintu fórnarlambi hans.

Í byrjun þessa mánaðar stigu að minnsta kosti fimm konur fram og sögðu Manson hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Ein af þeim er leikkonan Rachel Evan Wood. 

Samkvæmt heimildum TMZ vill lögreglustjórinn komast að því hvort glæpur hafi verið framinn. Ef frásögn meints fórnarlambs hans gefi til kynna að málið falli innan marka laganna verður ráðist í víðtækari rannsókn. 

Að kvöldi dagsins sem Wood steig fram var lögreglan kölluð til á heimili Mansons þar sem ónefndur aðili hafði hringt inn og sagst hafa áhyggjur af honum. Manson hleypti lögreglunni ekki inn en gaf staðfestingu um að það væri í lagi með hann. 

Manson hefur neitað öllum ásökunum gegn sér.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Mansons og fyrrverandi hljómborðsleikari í sveit hans, Dan Cleary, sagði í hlaðvarpsþætti sínum Rare Form Radio nýlega að hann hefði orðið vitni að vanlíðan Wood á meðan þau voru saman. 

„Hegðun hennar breyttist. Útlit hennar breyttist. Hún varð grennri. Hún varð – áran hennar varð einhvern veginn dekkri,“ sagði Cleary. Hann sagði þó að málið virtist flókið. Hann hefði talað við umboðsmann hans um það, en umboðsmaðurinn hefði virst vita af þessu en væri alveg sama.

„Fólk segir að ég hafi í raun verið vitorðsmaður, því ég varð vitni að einhverju gerast og gerði ekkert í því, ég samþykki það. Það er einhver sannleikur í því,“ sagði Cleary.

Marilyn Manson og Evan Rachel Wood mæta saman í frumsýningarteiti …
Marilyn Manson og Evan Rachel Wood mæta saman í frumsýningarteiti árið 2007. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.