Rúrik gefur út sitt fyrsta lag

Rúrik Gíslason og Victor Guðmundsson gefa út lagið Older á …
Rúrik Gíslason og Victor Guðmundsson gefa út lagið Older á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í fótbolta Rúrik Gíslason gefur út sitt fyrir lag á morgun. Lagið ber titilinn Older en Rúrik nýtur aðstoðar eins bjartasta pródúsers landsins, Victors Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. 

Doctor Victor samdi meðal annars eitt vinsælasta lag ársins 2019, Sumargleðin. Hann starfar sem læknir og hafa þeir vinirnir því báðir helgað stóran hluta ævi sinnar starfsgreinum sínum sem hefur haft í för með sér mikla vinnu og persónulegar fórnir. Lagið er einlægt og grípandi og ber með sér hressandi boðskap.

Lagið verður aðgengilegt á Spotify á morgun.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.