Gripinn glóðvolgur með giftingarhringinn

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Fréttir af skilnaði stjörnuhjónanna Kanye West og Kim Kardashian berast á hverjum degi. West hefur hins vegar ekki alveg sagt skilið við konu sína og gengur enn með giftingarhringinn. West var myndaður af götuljósmyndara í vikunni með giftingarhringinn. 

Þrátt fyrir að West sé sagður fluttur út og skilnaðurinn virðist bara vera formsatriði var West með hringinn í Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Hringurinn sást vel á myndum sem birtust á vefmiðlum á borð við E!. 

Kardashian hefur hins vegar sést án giftingarhringsins. Hún hefur til að mynda birt fjölda mynda af sér á Instagram að undanförnu án giftingarhringsins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.