Albert: Elísabet hefði ekki getað verið heppnari

Albert Eiríksson er meistari í mannasiðum.
Albert Eiríksson er meistari í mannasiðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matarbloggarinn Albert Eiríksson er formaður hins íslenska royalistafélags. Hann minnist Filippusar prins með hlýhug en prinsinn lést í morgun. Albert segir að Filippusar verði minnst fyrir að vera kletturinn í lífi Elísabetar Bretadrottningar.

„Við ætluðum að hittast royalistar og skála fyrir honum en það verður ekki úr því,“ segir Albert um fyrirhuguð plön fyrir 100 ára afmæli Filippusar prins í sumar. Plönin breyttust skyndilega í morgun þegar greint var frá láti Filippusar. „Hann hefur alla tíð verið vinsæll, var íþróttamaður, vel á sig kominn og kannski kemur ekkert sérstaklega á óvart að hann varð svona gamall.

„Elísabet hefði ekki getað verið heppnari með eiginmann. Hann stóð við bakið á henni eins og klettur í öll þessi ár. Það fer að líða að 70 ár krýningarafmæli hennar,“ segir Albert en Elísabet og Filippus fögnuðu 73 ára brúðkaupsafmæli í nóvember í fyrra. Albert bendir á að þau hafi verið kornung þegar Elísabet var krýnd drottning.

„Það hafa ekki alltaf blásið mjög hlýir vindar um drottninguna, hún hefur ekki alltaf verið vinsæl þótt hún sé það núna. Síðustu 20 ár er hún búin að vera mjög vinsæl. Þó það hafi gustað um hana og hún farið í gegnum ýmis tímabil eins og gengur á það í raun ekki við um Filippus. Hann hefur haldið sinni virðingu og verið þessi gaur sem hefur stutt hana. Það kemur skýrt fram í Crown-þáttunum hvað hann var Díönu mikils virði. Hann er kannski sá eini, miðað við Crown sem er skáldskapur að hluta, sem sýnir henni virkilegan stuðning og skilning á því hvað það er erfitt að komast inn í þessa fjölskyldu. Hann er með reynslu af því sjálfur. Hann er ekki sá eini, það tala allir um hvað er erfitt að komast þarna inn,“ segir Albert en minnir í leiðinni á að Filippus hafi verið af aðalsættum. 

Það kom skýrt í ljós þegar Díana lést að drottningin var ekki alltaf vinsæl. „Þegar Díana deyr og þau eru í sumarhöllinni með strákana beindist reiði almennings að drottningunni. Hún kemur ekki fram og heldur verndarhendi yfir börnunum en hann er stikkfrí. Hún er þjóðhöfðinginn.“

Albert gerir ráð fyrir að hið íslenska royalistafélag haldi minningarathöfn um prinsinn. „Hann var virðulegur karl og hann á það skilið að hans verði minnst. Kannski fáum við okkur bara enskt te og skonsur með sítrónukremi,“ segir Albert sem er landsþekktur fyrir góðar uppskriftir og fín boð. Hann veit ekki hvort Filippus átti sér uppáhaldsrétt en segir vel þess virði að athuga það fyrir boðið.

Elísabet og Filippus gengu í hjónaband 20. nóvember 1947.
Elísabet og Filippus gengu í hjónaband 20. nóvember 1947. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson