Hækkar blóðþrýsting Eurovision-aðdáenda

Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES.
Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Félags áhugafólks og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva segir það hafa verið stressandi fyrir Eurovision-aðdáendur að frétta af smiti í íslenska hópnum og það hækki blóðþrýstinginn.

„Þetta er sérstakt ástand og eykur á hækkun blóðþrýstings,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, spurður út í stöðu mála.

„Þetta er stressandi fyrir Eurovision-aðdáendur en þetta er eitthvað sem mátti alveg búast við. Holland er rautt svæði og það mátti búast við því að það myndu einhverjir smitast en þau eru að gera allt sem hægt er að gera og mér sýnist þetta ganga nokkuð smurt hjá þeim,“ bætir hann við um skipuleggjendur keppninnar.

Daði og Gagnamagnið er þau lögðu af stað til Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið er þau lögðu af stað til Rotterdam. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Flosi Jón nefnir að góð upptaka sé til af æfingu Daða og Gagnamagnsins sem verði notuð ef þau fá ekki að stíga á svið. Smitið sé aðallega leiðinlegt fyrir íslenska Eurovision-hópinn sem hafi beðið lengi eftir því að fá að koma fram í beinni útsendingu.

Þegar er ljóst að sýnd verður upptaka í keppninni með ástralska atriðinu, að sögn Flosa. Vegna strangra sóttvarnareglna þar í landi ákváðu þau að fara ekki til Rotterdam.

Hittast á Kex Hostel

FÁSES-hópurinn hittist á Kex Hostel í gær til að fylgjast með opnunarhátíð keppninnar og þar eru fyrirhugaðir viðburðir út þessa viku. 50 manna sóttvarnahólf er í salnum þar sem hópurinn hittist og þarf fólk að skrá sig fyrirfram. Eftir það kemur í ljós hvort fólk kemst að eða ekki.

„Við erum á bleiku skýi að keppnin fari fram því við erum búin að bíða ansi lengi,“ segir Flosi og hlær. „Við styðjum Daða og Gagnamagnið út í eitt og þau eru heldur betur búin að standa sig frábærlega á æfingum og veðbankarnir sýna það.“

Daði Freyr mun syngja lagið 10 Years.
Daði Freyr mun syngja lagið 10 Years. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Spáir því að Ísland vinni símakosninguna

Hann segir sjaldan hafa verið jafnerfitt að spá fyrir um sigurvegarann þegar svona stutt er í keppnina og nefnir að í veðbönkum séu prósentuhlutföllin hjá þeim sem er spáð bestu gengi ekki há. Hann býst við því að Frakkarnir fái bestu einkunn hjá dómnefndum en vonar að Daði og Gagnamagnið vinni símakosninguna í staðinn. Í fyrra gerðist það aftur á móti að Norðmenn, sem unnu símakosninguna, enduðu í fimmta sæti samanlagt eftir að búið var að leggja saman meðaltalið.

„Ég er mjög bjartsýnn varðandi íslenska hópinn og held að hann muni vera ofarlega. Við þurfum ekki að ræða hvort hann fer áfram [úr undanúrslitunum] eða ekki. Hann fer áfram, annað væri skandall,“ segir Flosi, harðákveðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson