Hægt að kjósa Natan núna

Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice.
Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice. Ljósmynd/Aðsend

Natan Dagur söng lagið All I Want með írsku hljómsveitinni Kodaline er hann steig á svið í kvöld í norska Voice. Undanúrslit keppninnar fara nú fram. 

Þegar hefur verið opnað fyrir netkosningu á vefsíðu TV2, sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir þættina. 

Sem fyrr getur hver sem er kosið á tv2.no. Hver og einn getur kosið þrisvar. 

Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að …
Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að smella á til að kjósa. Skjáskot

Sex keppendur eru eftir í keppninni, og munu neðstu tveir keppendur detta út í þessari umferð keppninnar. Fjórir stigahæstu keppendurnir fara áfram í úrslitakvöldið sem verður í beinni útsendingu í Noregi 28. maí. 

Samkvæmt veðbönkum í Noregi er Natani spáð þriðja sæti og því góður möguleiki á að hann komist áfram, með góðum stuðningi frá Íslandi kannski alla leið til sigurs.

Hér má hlusta á lagið sem Natan mun syngja í upprunalegri útgáfu: 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks.