Emmsjé Gauti skemmtir „litlum skítum“

Emmsjé Gauti í nýju myndbandi við lagið Heim. Ætla má …
Emmsjé Gauti í nýju myndbandi við lagið Heim. Ætla má að það verði spilað nú um helgina. Skjáskot/YouTube

Emmsjé Gauti greinir frá því á twitter að hann sé bókaður á fótboltamótið Rey Cup nú um helgina. Þrátt fyrir að smitum fari fjölgandi í samfélaginu stendur til að halda mótið. Um tvö þúsund keppendur eru skráðir til leiks, sem gerir mótið að því stærsta í sögu Rey Cup.

Tístið hefur vakið sérstaka athygli sökum þess að fyrir ári síðan vakti annað tíst Gauta um Rey Cup enn meiri athygli, þar sem hann vísaði til þess að smit hefði komið upp á Rey Cup í fyrra, en nokkrum vikum síðar fór faraldurinn á siglingu á ný:

Þó er ekki talið að smitið á Rey Cup hafi verið kveikjan að þeirri bylgju.

Til stendur að halda mótið aftur í ár og það er því næsta víst að Emmsjé Gauti muni koma til með að skemmta „litlum skítum“ um helgina.

Tíst Gauta vakti eins og áður sagði töluverða athygli og hafa margir fært það í stílinn og nýtt við önnur tilefni, til að mynda þegar smitum hefur skyndilega farið fjölgandi. mbl.is tók saman nokkur dæmi þess efnis. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.