Zack Moss­bergs­son með fljúgandi start

Jörundur Ragnarsson náði Mark Zuckerberg vel í auglýsingunni.
Jörundur Ragnarsson náði Mark Zuckerberg vel í auglýsingunni. Samsett mynd

Frá því hún birtist á fimmtudag hefur ný auglýsing Íslandsstofu fengið fljúgandi start. Þar er gert grín að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, og kynningu hans á sýndarveruleikaheiminum Metaverse, en í auglýsingunni birtist leikarinn Jörundur Ragnarsson í gervi Zacks Mossenbergssonar og kynnir Icelandverse.

Samtals hefur yfir milljón manns horft á auglýsinguna á samfélagsmiðlum, en mesta dreifingin hefur verið á Twitter og Facebook.

Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta Íslandsstofu, segir að öll dreifing myndbandsins sé sjálfsprottin (e. organic) og ekki hafi neinn peningur umfram framleiðslukostnað verið settur í dreifingu.

Zuckerberg sjálfur tjáði sig um auglýsinguna í nótt og segir Sveinn að það hafi verið óvæntur bónus að fá hann sem hluta af þessari sögu. Hann segir starfsmenn Íslandsstofu samt strax hafa gert ráð fyrir góðri dreifingu þegar þeir hafi séð myndbandið. „Við sáum að þetta hafði burði til að fá mikla dreifingu.“

Skutu auglýsinguna á einum degi

Nýja myndbandið var ekki lengi í framleiðslu, en um síðustu mánaðamót tilkynnti Facebook um nafnbreytingu og heitir móðurfélagið nú Meta. Þá kynnti fyr­ir­tækið einnig til leiks sýnd­ar­veru­leika­heim, Meta­verse. Aug­lýs­ing Inspired By Ice­land, sem er í um­sjón Íslands­stofu, vís­ar með aug­ljós­um hætti í kynn­ing­ar­mynd­bönd Meta.

Sveinn segir að í raun hafi þetta verið stuttur meðgöngutími og myndbandið sjálft verið skotið á einum degi. „Þetta er lítil framleiðsla miðað við margt annað sem við höfum gert segir hann.“ Hugmyndin kom frá auglýsingastofu Íslandsstofu, Peel, og segir Sveinn að þau hafi ákveðið að hoppa á þetta meðan Meta og sérstaklega kynningarmyndbönd Zuckerbergs væru enn í umræðunni.

Auglýsingar Íslandsstofu hafa margar vakið mikla athygli á erlendri grundu. Þannig fór herferðin Inspired by Iceland af stað með miklum hvelli með myndbandi með undirspili Emilíönu Torrini og fjölbreyttum myndböndum víða af landinu.

Í fyrra var svo sett af stað öskurherferð sem gekk út á að fá er­lenda ferðamenn til að öskra frá sér streitu í miðjum faraldrinum, og koma til lands­ins í þeim er­inda­gjörðum. Voru meðal annars settir upp hátalarar á nokkrum stöðum á landinu þar sem öskrin heyrðust.

Stór auglýsing, en samt bara brotabrot af öskurherferðinni

Sveinn segir að þótt viðbrögðin við nýju auglýsingunni séu mjög góð og henni hafi tekist að verða „viral“ sé þetta samt langtum minna en öskurherferðin og hátalararnir. „Það var ein árangursríkasta herferð fyrir áfangastað í heimi,“ segir hann. „Sú herferð náði svo miklu lengra en þessi,“ bætir hann við og bendir á að hún hafi einnig raðað inn fjölda verðlauna.

Hins vegar var þar um að ræða miklu dýrari framkvæmd og stóra herferð en þetta núna hafi aðeins verið eitt myndband. Þannig hafi öskurherferðin kallað á sérstakan vef og tæknilausnir, hátalara í óbyggðum o.fl.

Til að setja þessar herferðir í samhengi segir Sveinn að öskurherferðin hafi í heild náð til um tveggja milljarða þegar meðtalin sé öll umfjöllun í erlendum miðlum og á samfélagsmiðlum. Enn sem komið er sé því auglýsingin núna miklu minni, en hann segir þó áhuga erlendra miðla að vakna og þegar hafi Forbes og CNBC fjallað um Zack Mossbergsson.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er ekki rétti tíminn til þess að spila af fingrum fram. Maki þinn fær frábæra hugmynd sem þið ættuð að hrinda í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Í dag er ekki rétti tíminn til þess að spila af fingrum fram. Maki þinn fær frábæra hugmynd sem þið ættuð að hrinda í framkvæmd.