Nývaknaður og nakinn í viðtali

Robbie Williams.
Robbie Williams. Skjáskot/YouTube

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams gaf aðdáendum sínum innsýn í líf sitt í breska morgunþættinum Heart Breakfast á dögunum. Til allrar hamingju var um útvarpsviðtal að ræða því upp kom úr dúrnum að Williams var berstrípaður undir sæng á meðan á viðtalinu stóð.  

Willams talaði við þáttastjórnendur útvarpsþáttarins, Jamie Theakston og Zoe Hardman, í gegnum fjarfundabúnað og var hann í mynd. 

„Áður en lengra er haldið, við sjáum þig í mynd og mig langar að spyrja, ertu uppi í rúmi? Þú ert ekki í neinu!“ spurði Theakston undrandi.

„Já, ég skal sýna ykkur allt,“ svaraði Williams og miðað við viðbrögð þáttastjórnendanna tók hann af sér sængina og beraði sig í örskamma stund fyrir þá.  

„Vá! Nei, ekki meira Robbie,“ má heyra Hardman segja og hlátrasköllin ómuðu.

Stríðin eiginkona og ný plata væntanleg

Að þessu uppátæki afstöðnu barst talið að hjónabandi Williams og eiginkonu hans til 12 ára, Aydu Williams. Viðurkenndi Williams að finnast eiginkona sín stundum svolítið pirrandi, því hún á það til að vera hrekkjótt og stríðin líkt og Instagram-færslur hjónanna sýna.

Von er á nýrri breiðskífu frá Williams en útgáfudagur hennar er 7. september, næstkomandi. Platan nefnist XXV sem jafngildir 25 í rómverskum tölustöfum.

Viðtalið við Robbie Williams má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.