Bieber selur fyrir 28 milljarða

Justin Bieber seldi réttinn að lögum sínum fyrir 28 milljarða …
Justin Bieber seldi réttinn að lögum sínum fyrir 28 milljarða króna. AFP/Angela Weiss

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur selt útgáfuréttinn að tónlist sinni. Hipgnosis Songs Capital festi kaup á réttinum að lögum Biebers, en kaupverðið er sagt vera um 200 milljónir bandaríkjadala eða um 28 milljarða króna.

Framleiðslufyrirtækið hefur þannig tryggt sér réttinn að mörgum stærstu lögum Biebers, þar á meðal Baby og Sorry.

Bieber er einn af söluhæstu tónlistarmönnum aldarinnar. Hann er nú kominn í hóp fjölda tónlistarmanna sem selt hafa réttinn að allri útgáfu sinni.

Kaupin þýða að Hipgnosis Songs Capital hagnast nú á því í hvert skipti sem lag í eigu þeirra er spilað á almannafæri.

Bieber seldi alla tónlist sína sem komið hefur út fyrir 31. desember 2021, alls 290 lög. Hvorki kaupandi né seljandi hefur gefið upp fjárhæðina en AFP hefur eftir heimildarmanni að um 200 milljóna bandaríkjadala samning sé að ræða.

Bieber fetar í fótspor tónlistarmanna á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen sem seldu báðir Sony allan réttinn að tónlist sinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft leitum við sannleikans langt yfir skammt. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav