Langað að keppa í Söngvakeppninni síðan hún var 7 ára

Diljá Pétursdóttir flytur lagið Lifandi inni í mér í Söngvakeppni …
Diljá Pétursdóttir flytur lagið Lifandi inni í mér í Söngvakeppni sjónvarpsins 18. febrúar 2023. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Diljá Pétursdóttir tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár og freistar þess að láta drauminn um að keppa í Eurovision verða að veruleika. Diljá hefur unnið í tónlist í nokkur ár og alltaf haft það í huga að hana langaði til að keppa í Söngvakeppninni.

Lagið sem Diljá flytur ber nafnið Lifandi inni í mér en Diljá stígur á sviði á laugardag, 18. febrúar.

Hvað er Eurovisi­on í þínum huga?

„Í mínum huga er Eurovision skemmtilegasta konsept í heiminum. Eurovision er hátíð þar sem Evrópa sameinast með tónlist. What is there not to like?“

Hefur þig alltaf langað til að keppa í Söngvakeppninni?

„Frá því að ég var 7 ára árið 2009 og sá Jóhönnu Guðrúnu í söngvakeppninni með Is It True?“

Af hverju ákvaðstu að gera það í ár?

„Ég hef verið að vinna í tónlist með Pálma Ragnari í nokkur ár og hef látið hann vita af því nokkrum sinnum að mig langi að taka þátt í söngvakeppninni einn daginn og í ár fannst okkur við vera tilbúin í það.“

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on-minn­ing?

„Ég að syngja Hard Rock Hallelujah heima og setja upp leiksýningu úr því.“

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­-lag?

„Amar Pelos dois. Annars er ég með tvö önnur uppáhaldslög sem kepptu í sínu heimalandi en komust ekki í Eurovision: Hjartað brennur eftir Regínu og Statements eftir Loreen“

Hvert er flott­asta Eurovisi­on-dress allra tíma?

„Cezar frá Romaníu í It’s my life 2013“

Hvernig hélst þú upp á Eurovisi­on á síðasta ári?

„Heimatilbúið pítsupartí með fjölskyldunni.“

Hvaða Eurovisi­on­lag vær­ir þú lík­leg til að syngja há­stöf­um í karíókí?

„Satellite“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel