Benjamin bað Eydísar á stórbrotnum stað

Erfitt verður að toppa bónorð Benjamins Hardman sem bað Eydísar …
Erfitt verður að toppa bónorð Benjamins Hardman sem bað Eydísar Maríu Ólafsdóttur á hátindi Eyjafjallajökuls. Skjáskot/Instagram

Ljósmyndararnir Benjamin Hardman og Eydís María Ólafsdóttir eru nú trúlofuð. Benjamin birti færslu á Instagram-síðu sína í dag þar sem hann greinir frá því að hann hafi fyrirvaralaust beðið hana um að giftast sér en hann bað hennar á ansi óvenjulegum stað.

Ekki vantaði upp á frumleika í bónorðum Benjamins sem bað Eydísar á toppi Eyjafjallajökuls en þau höfðu ásamt vinum sínum og fjölskyldu gengið upp á jökulinn um daginn.

Ljósmyndaratvíeykið hefur verið saman um hríð og á von á barni.

Skyndiákvörðun að biðja hennar

Í færslunni sem hann birti á Instagram skrifar hann: „Saman frjósum við að eilífu. Er ég starði í hjarta jökulsins, fann ég fyrir djúpri ástríðu, þakklæti og hlýju gagnvart @eydismariaolafs. Er ég andaði inn ískalda -20 gráða andrúmsloftinu, var þessi ylur leið náttúrunnar til að segja mér að þetta væri augnablikið.“

„Á hátindi Eyjafjallajökuls, umkringdur nánum vinum og fjölskyldu, bað ég Eydísar. Ég notaði klaka til þess að tákna skuldbindinguna og ást mína gagnvart henni og litlu stúlkunni okkar, sem verður brátt með okkur.“

„Það augnablik sem hún sagði já, féllu mér tár um kinnar sem frusu samstundis. Það að líta á jökulinn hefur nú allt aðra merkingu fyrir mér.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert gagn í því að sitja uppi með höfuðið fullt af hugmyndum, ef engin kemst á rekspöl. Haltu samskiptaleiðunum opnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir