Diljá á ferð og flugi en kostnaður RÚV lítill

Diljá Pétursdóttir fer víða að kynna lag sitt áður en …
Diljá Pétursdóttir fer víða að kynna lag sitt áður en hún stígur á svið í Liverpool í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Diljá Pétursdóttir fór til Barcelona að kynna Eurovision-lagið sitt Power um síðustu helgi. Hún á eftir að fara til þriggja annarra borga í Evrópu. Ferðirnar eru farnar til að kynna framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

„Á hverju ári eru haldin svokölluð Eurovision forpartý víða um Evrópu þar sem tónleikahaldarar bjóða keppendum að koma og flytja lagið sitt, tala við blaðamenn á staðnum osfrv. Langflest ef ekki öll löndin þiggja þetta boð frá einum eða fleiri hátíðum, enda vilja þau kynna lagið sitt og flytjendurna,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá RÚV. 

„Við höfum í gegnum tíðina farið á þessar hátíðir til að kynna lagið okkar betur í von um að það nái betra flugi í keppninni sjálfri. Einnig er þetta yfirleitt mjög góð æfing fyrir keppendurna, því þessar hátíðir eru eins og litlar Eurovision-keppnir og gera þá ennþá reiðubúnari til að fara í keppnina sjálfa.“

Diljá Pétursdóttir er að undirbúa sig fyrir Eurovision um þessar …
Diljá Pétursdóttir er að undirbúa sig fyrir Eurovision um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fer ekki til Tel Aviv og Madrídar

Það leggst lítill kostnaður á RÚV við þessar ferðir segir Rúnar Freyr spurður út í kostnaðinn og segir hann nánast allur greiddur af tónleikahöldurum. „Í flestum tilvikum greiða þeir fyrir flug, ferðalög, hótel og máltíðir. Þessir aðilar selja miða fyrir kostnaðinum og það virðist ganga vel því þessar hátíðir eru haldnar á hverju ári af sömu aðilum,“ segir hann. 

„Diljá fékk boð um að koma á hátíðirnar í Madrid, Tel Aviv, Varsjá, Barcelona, Amsterdam og London en vegna anna hér heima, m.a. við æfingar gat hún ekki þegið boðið frá Tel Aviv og Madríd. Hún var í Barcelona síðustu helgi og fer til Varsjár þá næstu. Um miðjan apríl fer hún svo á stærstu hátíðina, sem fer fram í Amsterdam og þaðan til London. Í þessum tveimur lokaferðum greiðir RÚV fyrir flugið en tónleikahaldarar sjá um annan kostnað. Kostnaður við þessar ferðir er því óverulegur miðað við þá kynningu sem lagið fær,“ segir Rúnar Freyr. 

Á söngvakeppninni í ár. Felix Bergsson, Rúnar Freyr Gíslason og …
Á söngvakeppninni í ár. Felix Bergsson, Rúnar Freyr Gíslason og Skarphéðinn Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir